Örvitinn

"Vinurinn" Jesús

Það hefur örugglega verið fjör að umgangast Jesús, hann var svo góður náungi og sýndi öllum virðingu. Kíkjum í Matt 16.

Dauði og upprisa

Upp frá þessu tók Jesús að skýra lærisveinum sínum frá því að hann ætti að fara til Jerúsalem og líða þar mikið af völdum öldunga, æðstu presta og fræðimanna og verða líflátinn en rísa upp á þriðja degi.
En Pétur tók hann á einmæli og fór að átelja hann: „Guð forði þér frá því, Drottinn, þetta má aldrei fyrir þig koma.“
Jesús sneri sér við og mælti til Péturs: „Vík frá mér, Satan, þú vilt bregða fæti fyrir mig, þú hugsar ekki um það sem Guðs er heldur það sem manna er.“
Þá mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína? Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans. Sannlega segi ég ykkur: Nokkrir þeirra sem hér standa munu ekki mæta dauða sínum fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu.“

"Vík frá mér, Satan"! Ertu ekki að grínast? Þetta er vinur þinn sem hefur áhyggjur af þér, djísus kræst.

Svo segir hann ósatt og fullyrðir að "nokkrir þeirra sem hér standa munu ekki mæta dauða sínum fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu" en menn geta svosem túlkað þetta í einhverja hringi og reynt að halda því fram að þarna standi eitthvað allt annað.

Jesús
Athugasemdir

Mummi - 19/12/09 12:16 #

Matti, ég hef áhyggjur af þér. Þú gleymir alltaf að lesa þetta í ljósi Krists! Lol! :)

Gagarýnir - 19/12/09 12:44 #

Biblíuskólinn þinn er frábær. Haltu áfram. Satan hefur víst aðra merkingu í gyðingdómi, því merkilegt nokk voru þetta allt sanntrúaðir gyðingar og enginn þeirra kristinn. Það kom allt með Páli.

Isak Harðarsonboðun - 18/07/10 07:45 #

„Vík frá mér, Satan, þú vilt bregða fæti fyrir mig, þú hugsar ekki um það sem Guðs er heldur það sem manna er.“

Matti, ef við hugsum ekki um það sem Guðs er, heldur það sem manna er - þá munum við að lokum ekki búa yfir neinum innri krafti til að hugsa um það sem manna er.

Þær stundir geta komið í lífinu að það geti beilínis verið kærleiksríkt að segja mönnum að halda kjafti - hversu umhyggjusamir sem þeir eru.