Örvitinn

Vetrarsólstöður og jól

Í dag eru vetrarsólstöður. Það þýðir einfaldlega að þetta er stysti dagur ársins og héðan í frá fer daginn að lengja. Af því tilefni verður Sólstöðuganga um Öskjuhlíð í kvöld klukkan átta.

Fólk hefur fagnað vetrarsólstöðum í þúsundir ára enda tilefni til.

Það vita vonandi allir að ef Jesús var til fæddist hann alls ekki á þessum árstíma. Jólin eru haldin á þessum tíma vegna sólstöðunnar og annarra hátíða sem kristnir tók yfir. Ekki er nóg með að tímasetningin sé "fengin að láni" heldur eru langflestir jólasiðirnir komnir úr öðrum hefðum.

Það er því engin sérstök ástæða til að gleyma ekki gvuði sem son sinn okkur fól. Þeir sem vilja minnast feðganna mega það mín vegna en í gvuðanna bænum, ekki halda því fram að þið séu að halda jól af betri ástæðu en við hin.

kristni
Athugasemdir

Stefán Pálsson - 21/12/09 10:04 #

Smá ónákvæmni hjá þér Matthías. Jólin eru auðvitað haldin nákvæmlega á þeim tíma sem þau eiga að vera. Enda ævagamalt hátíðarnafn.

Það að Kristsmessa sé haldin á þessum tíma er hins vegar annað og torkennilegra mál.

Við heiðingjarnir eigum jólin sem skrásett vörumerki, en okkur er það alveg að meinalausu þótt trúleysingjar og kristnir haldi þau með okkur.

Matti - 21/12/09 10:12 #

Vitum við nákvæmlega tímasetningu jóla til forna? Voru þau ekki haldin frá seinni hluta desember og fram í janúar? Því heldur hin skeikula Wikipedia fram. Mér finnst svo lógískt að tengja þetta allt saman til vetrarsólstöðu og get svo svarið að ég hafi lesið það einhversstaðar.

Já, ég veit að jólin eru ævagamalt hátíðarnafn og deili jólum glaður með hverjum sem er :-)

Aftur á móti leiðist mér óskaplega þegar kristnir reyna að eigna sér þau og þusa jafnvel yfir því að aðrir skuli halda hátíð.

Stefán Pálsson - 21/12/09 10:52 #

Það eru mjög skiptar skoðanir varðandi tímasetninguna og líklega fá menn aldrei botn í það. Sumir leggja áherslu á hversu klókir fyrri tíma menn hafi verið í stjörnufræði og því væntanlega vitað upp á hár hvenær vetrarsólstöður væru og haldið partýið á réttum degi.

Aðrir telja að menn hafi verið pragmatískir frekar en að leggja mikið upp úr nákvæmninni - og haldið bara jólin þegar þeim þótti passa. Þannig gætu menn jafnvel hafa miðað við að hafa jól um leið og fyrsti almennilegi snjórinn kæmi.

Hvort tveggja eru álíka góðar tilgátur svo sem...

Ketill - 21/12/09 19:22 #

http://en.wikipedia.org/wiki/Winter_solstice

Hér er farið virkilega vel í þetta ásamt löngum lista forna og nútíma hátíða sem eru haldar á tímanum kringum vetrarsólstöður :D

Mæli fáranlega mikið með þessu texta til að undirbúa sig fyrir spurningar kristinna: " Hvaaaa??! ertu ekki trúleysingi afhverju helduru uppá jól?"

Björn Ómarsson - 22/12/09 18:25 #

Mér skilst reyndar að jólahátíðin sem við höldum eigi meira skilt við sólarhátíð rómverja, Saturnalíu, heldur en hinn gömlu norrænu jól. Þar snéru menn samfélagshlutverkunum, þrælar réðu húsbóndum sínum sem aftur hlíddu þrælunum, og fátækum var boðið inn í hallirnar og þeim gefin besti maturinn. Svo upphöfðu rómverjarnir börnin sérstaklega. Saturnalía var hátíð ljós, matar og barnanna. Seinnitíma kristnir ákváðu að halda upp á fæðingu frelsarans á 25. des (sem var afmælisdagur einhvers rómversks sólarguðs, man ekki nafnið). Ekkert að því. The more the merrier.

Englendingar héldu jólin eftir þessum forna sið alveg fram á 17. öld. Það er meira að segja til gamalt enskt jólalag þar sem fátæka fólkið hótar að gera þeim ríku grikk ef þeir gefa þeim ekki gott að borða (minnir svolítið á hrekkjavöku). Á 17. öld á Englandi og Nýja Englandi bönnuðu Púrítanar jólin, því þau voru of heiðin, ekki á nokkrun hátt kristin. Einhverjum árum seinna voru þau endurvakin "by popular demand".

Þetta er orðið lengra en ég ætlaði mér. Það sem ég ætlaði að segja er að þegar hempuklæddir menn á bankastjóralaunum predika um naumhyggju og guðsdýrkun sem "hinn sanna jólaanda" þá eru þeir ekki bara hræsnarar, heldur fullir af skít: jólin hafa alltaf snúist um Gleði, Gjafir og Góðann mat.

Eigið gleðileg jól, samviskulaust.