Örvitinn

Jesús og hórdómurinn

Allir hafa heyrt um Fjallræðuna. Jafnvel sumir trúleysingjar* segja að það sé fögur ræða og vissulega er þar margt fínt að finna (þó fátt frumlegt) en þar er líka boðskapur eins og þessi.

Við erum stödd í fimmta kafla Matteusarguðspjalls.

Betra er þér

Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór. En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. Ef hægra auga þitt tælir þig til falls þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti. Ef hægri hönd þín tælir þig til falls þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér að einn lima þinna glatist en allur líkami þinn fari til helvítis.

Ertu ekki að grínast í mér? Má maður ekki einu sinni horfa á konu í girndarhug án þess að hafa þar með "drýgt hór með henni í hjarta sín". Fokk jú.

Spáið í því hvað þetta er viðbjóðslegur boðskapur og hvað hann hefur valdið miklum þjáningum.

*Nei, ég nenni ekki að finna dæmi um trúleysingja sem hafa sagt þetta. Fyrir utan mig, ég hef örugglega sagt þetta.

Jesús
Athugasemdir

Kalli - 21/12/09 21:24 #

Mig minnir að Dawkins hafi einmitt talað um hve fín fjallræðan væri í viðtali í Kastljósi.

Ef það hjálpar eitthvað :)

Einmitt þess vegna las ég hana eitt sinn og fór að pæla hvað Dawkins hafi verið að pæla.

Nafnlaus gunga - 22/12/09 00:06 #

Af hverju var Jesús að halda fjallræðu? Hann var ekki einu sinni fjallkona.

Isak Harðarson - 18/07/10 07:37 #

Nei, þetta er YNDISLEGUR boðskapur. Það væri fábært ef við gætum elskað konurnar okkar til æviloka og "þyrftum" aldrei að halda framhjá - ekki einu sinni í huganum.

Ef þér finnst það "viðbjóðslegt", Matti, þá segir það eitthvað um þig - ekki um Guð.