Örvitinn

Jesús og fráskildu konurnar

Þetta er beint framhald af síðasta texta, ég ákvað að skipta þessu í tvennt.

Þá var og sagt: Sá sem skilur við konu sína skal gefa henni skilnaðarbréf. En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór.

Svo eru til konur sem segja að Jesús hafi verið feministi! Úff.

Jesús
Athugasemdir

Haukur - 22/12/09 12:58 #

Kristur upp á hvern dag! Á ekkert að blogga um trúfélagastatistíkina eða verður þetta bara eitthvert Jesúblogg núna eftirleiðis?

Matti - 22/12/09 13:22 #

Kristur í hádeginu fram að jólum, allt bloggað fyrir fram. Ég hef semsagt verið mun latari við að blogga síðustu daga en halda mætti.

Er trúfélagatölfræðin komin? Ég missti af því.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 22/12/09 15:18 #

Þess má til gamans geta að samkvæmt rannsókn sem Nýjatestamentisfræðingur gerði fyrir ríkiskirkjuna þá vísar "nema fyrir hórsök" til þess að konan sé ekki hrein mey.

Haukur - 22/12/09 15:28 #

Jamm, þetta er komið. Nú er ég að vesenast við að uppfæra gröfin sem ég geri á Wikipediu. Þróunin er svipuð og undanfarin ár. Fólki utan trúfélaga fjölgar um einhver 10%, svipað má segja um Ásatrúarfélagið og búddistafélögin. Skráðum múslimum fjölgar mikið þótt félagið þeirra hafi klofnað. Fækkar í Þjóðkirkjunni. Það sem kemur mér dálítið á óvart er að það fjölgar hjá kaþólskum. Varla hafa þeir þá flúið land í stórum stíl.

Matti - 22/12/09 15:31 #

Hafa kaþólikkar ekki verið með skráningarátak hjá sínu fólki? Pólskt fjölskyldufólk hefur ekki verið að flýja land í stórum stíl, atvinnuástandið er ekki miklu betra úti.

Hvað segirðu Hjalti, hvaða einkunn fær sú rannsókn? :-)

Björn Ómarsson - 22/12/09 18:32 #

Þetta er einn af þeim textum sem mér finnst gaman að vitna í þegar því er haldið fram að Jesú hafi verið svo framsækinn og æðislegur, og hef mínar persónulegu ástæður fyrir því. Annars vill ég benda á þetta myndband með Roy Zimmerman. Þar syngur hann um kristnu andstöðuna við hjónabönd samkynhneigðra:

It's the Lord's holy word, as my second wife said to my third

Isak Harðarson - 18/07/10 07:33 #

Ef við skiljum við konur okkar stafar það einungis af skorti á kærleika. Punktur og basta.

Ertu að mæla kærleiksskorti bót?