Örvitinn

Jesús og fjölskylduböndin

Jesús hlýtur að vera rosa fjölskyldukarl, ekkert skiptir meira máli en nánustu aðstandendur. Er það ekki?

Nei, svo er ekki. Lúkas, níundi kafli.

Fylg þú mér

Á leiðinni sagði maður nokkur við Jesú: „Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð.“ Jesús sagði við hann: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“ Við annan sagði hann: „Fylg þú mér!“ Sá mælti: „Drottinn, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.“ Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu en far þú og boða Guðs ríki.“ Enn annar sagði: „Ég vil fylgja þér, Drottinn, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima.“ En Jesús sagði við hann: „Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í Guðs ríki.“

Hvort skiptir ykkur meira máli, Jesús eða fjölskyldan? Ef svarið er "fjölskyldan" þá elskar Jesús ykkur ekki lengur enda var hann dálítill skí%@#$&!

Jesús
Athugasemdir

Isak Harðarson - 18/07/10 07:29 #

Mér sýnist þú alltaf lesa biblíuna, Matti, með gremju og hatur í augum. Hlýtur það ekki að geta staðið í vegi fyrir góðum skilningi?

Þarna er Jesús að segja að við megum ekki elska fjölskyldu okkar meira en sannleikann og kærleikann. Hvers virði væri líka slík "ást"?

Ef kærleikurinn til fjölskyldu okkar nærist á kærleikanum til kærleikans og sannleikans, hvernig færi þá að lokum ef við snerum þessu á hvolf.

Matti, það virðist fullnægja einhverju í þér að kalla Jesú hvað eftir annað skíthæl.

En þetta er maðurinn sem sagði: "Enginn á meiri kærleik en þann að gefa líf sitt fyrir vini sína."

Og þetta er maðurinn sem færi á krossinn fyrir þig einan - með skíthælshnjóðinu og öllu saman - ef öðrum væri ekki til að dreifa ...

Hættu nú að kalla ljósið myrkur og myrkrið ljós. Biblían opnast aðeins hjörtum manna ef hún er lesin með kærleika í hjarta. Sé hún lesin með hatri verður hún einungis "Starless and Bible black".