Örvitinn

Jesús, Mammon og ábyrgðartilfinningin

Ekki gera ekki neitt segir innheimtufyrirtæki okkur og það er nokkuð til í því, vandamálin versna ef við gerum ekki neitt.

Gerið ekki neitt sagði Jesús Jósefsson, slappið bara af, þetta reddast (eða heimurinn ferst).

Guð og mammón

Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?

Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil! Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

Ekki plana neitt, ekki spá í hlutunum, ekki gera neitt af viti. Í alvöru talað, þetta er hrikalega vondur boðskapur.

En þetta skiptir svosem engu máli enda búið að strika úr kirkjubókum, hér eru prestar með 5-800 þúsund krónur á mánuði. Ríkiskirkjan fær fimm milljarða eða svo á ári. Hvaða "herra" þjónar hún?

Jesús
Athugasemdir

Hannes Sigurðsson - 24/12/09 12:42 #

Mikið er gott að einhver hefur svona mikkla þörf að boða fagnaðar erindið alla daga,það er alltaf gott að vera svona mikill túmaður eins og þú Matthías.Gleðileg Jól bið að heilsa í þína kirkju.

Baldurkr - 24/12/09 13:01 #

Gleðileg jól Matthías og þakka samskiptin á liðnum tíma. BKv. Baldur

Birgir Baldursson - 24/12/09 13:15 #

Mikið er gott að einhver hefur svona mikkla þörf að boða fagnaðar erindið alla daga,það er alltaf gott að vera svona mikill t[r]úmaður eins og þú Matthías.

Mikið er skilningsleysi þitt. Þessi fullyrðing er svona álíka og að kalla frönsku andspyrnuhreyfinguna nasista.

Trúmenn ganga um með hugmyndir um yfirnáttúrlegar verur. Þeir sem gagnrýna hinar yfirnáttúrlegu verur trúmannanna geta ómögulega talist trúmenn fyrir þá sök eina. Trúleysingjar eru miklu frekar bara hugsandi og pirrað fólk.

Pirrað á skefjalausu ranghugmyndaruglinu.

Þetta fólk hefur fullan rétt til þess án þess að þurfa að hlusta sífellt á þennan heimskulega söng um að þeir séu eins og þið. Lífsafstaða trúleysingja á einfaldlega ekkert sameiginlegt með ranghugmyndum trúmanna, það er himinn og haf þarna á milli.

Mér finnst líka alltaf skondið að um leið og trúleysingi opnar munninn um fáránleika trúarbragða er stokkið til og að honum hæðst, eða hann skammaður fyrir að vera trúmaður, rétt eins og það væri eitthvað slæmt. Af hverju eru trúmenn svona viljugir að gera lítið úr eigin hugmyndum og lífsskoðunum?

Matti - 24/12/09 13:22 #

Gleðileg jól Baldur.

Að gefnu tilefni vil ég taka fram að þessi bloggfærsla var skrifuð á sunnudag, einnig Jesúfærsla gærdagsins. Tæknin er svo mögnuð að menn geta bloggað fram í tímann. Hugsið ykkur :-)

Þetta var síðasta Jesúfærslan í bili. Mér þykir merkilegt að þrátt fyrir að ég sé bara leikmaður í þessum fræðum og hafi ekki lagt á mig mikla vinnu við þessar færslur hef ég enga efnislega gagnrýni fengið. Bara einhver skot á mig og ásakanir um bókstafstúlkun.

Getur verið að það sé eitthvað til í því sem ég sagði, að Jesús hafi verið dálítill skíthæll?

Gleðileg jól :-)

Hannes Sigurðsson - 24/12/09 13:42 #

Ég held að það séu fáir trúmenn sem skrifa eins mikið hér á blogginu um trúmál eins og þið sem maður spyr sig hvort þið hafið svona innst inn annars skrifar maður ekki svona mikiðum þessi mál.Kanski hefur þessi Jesús nokkuð líkur þér Matthías hver veit.Væri ekki betra að þið fynduð ykkar innri frið frekar en að skrifa um þetta sama daga eftir dag,og eignist líf til að lifa fyrir.

Matti - 24/12/09 13:45 #

Ég held að það séu fáir trúmenn sem skrifa eins mikið hér á blogginu um trúmál eins og þið

Takk, ég veit. Ég er duglegur strákur.

.Kanski hefur þessi Jesús nokkuð líkur þér Matthías

Ertu að kalla mig skíthæl?

Væri ekki betra að þið fynduð ykkar innri frið frekar en að skrifa um þetta sama daga eftir dag,og eignist líf til að lifa fyrir.

Ég á mér ágætt líf Hannes minn.

Hvað ert þú annars að gera að kommenta á bloggsíðu trúleysingja á aðfangadag? Áttu þér ekkert líf? Ég hef ekki kommentað á neinar bloggsíður trúmanna í dag.

Haukur - 24/12/09 16:11 #

Mér hefur reyndar alltaf fundist þessi prédikun fíkjudráparans um liljur vallarins vera dálítið falleg. Það er oft ágætt að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Þetta minnir líka á Hávamál.

Ósvinnur maður
vakir um allar nætur
og hyggur að hvívetna.
Þá er móður
er að morgni kemur.
Allt er víl sem var.

Svipaðar pælingar hafa sjálfsagt náð mestum þroska í taóspeki, sbr. wu wei hugmyndina.

Gleðileg jól!

Tinna G. Gígja - 24/12/09 16:18 #

Mér finnst þetta voða sæt leið til að segja "Þetta reddast"...

Haukur - 24/12/09 16:39 #

Einmitt, Tinna. Eða eins og Halldór Kiljan sagði:

Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer alt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili

Matti - 24/12/09 17:22 #

Ég er fylgjandi öllum boðskap þar sem lagt er áhersla á að fólk slaki á en ég er á móti því þegar fólki er sagt að gera ekki neitt. Mér finnst Hávamál alveg vera með þetta.

Gleðileg jól :-)

Björn Ómarsson - 24/12/09 17:48 #

Langar til að mynna fólk á þetta atriði úr Life of Brian, þar sem Brian flytur þessa ræðu um fuglana og liljurnar.

Gleðileg Jól!

Hannes Sigurðsson - 25/12/09 01:59 #

Sæll aftur Matthías þú syrð afhverju ég sé að kommeta á trúleysingja nú þegar þegar maður kíkir á eyjan.is þá sér maður að þú og þínir líkir eru að tjá sig á sinni jesús dýrkun alla daga.Þá spyr maður sig sumir vilja lifa sínu lífi í trú og aðrir ekki og er það hið allra besta mál,en að maður sjái sér þörf að halda úti bloggi til að rakka það niður sem manni líkar ekki því fer fjarri.Þú spyrð mig hvort ég....Ertu að kalla mig skíthæl?Já það er vægt til orða tekið....

Matti - 25/12/09 02:04 #

Klukkan er tvö að morgni jóladags og þú ert að skrifa athugasemd á síðuna mína. Áttu þér ekkert líf?

nú þegar þegar maður kíkir á eyjan.is þá sér maður að þú og þínir líkir eru að tjá sig á sinni jesús dýrkun alla daga

Ég hef ekki tjáð mig um trúmál á Eyjunni í langan tíma - eða hvað? Kommentað hjá stöku eyjubloggara en annað ekki. Ertu að tala um blogggáttaryfirlitið á Eyjunni? Hvað um það, ef þetta Jesússpjall mitt pirrar þig svona mikið er ég hræddur um að ég neyðist til að halda áfram, ég sem ætlaði að taka mér pásu.

en að maður sjái sér þörf að halda úti bloggi til að rakka það niður sem manni líkar ekki því fer fjarri

Ég blogga um fleira en það sem mér líkar ekki.

Þú spyrð mig hvort ég....Ertu að kalla mig skíthæl?Já það er vægt til orða tekið....

Þannig að þú tekur undir með mér að Jesús sé skíthæll. Hverju ertu eiginlega að mótmæla?

Mummi - 25/12/09 18:07 #

Matti Matti... Sérðu ekki að þarna er maður sem er ósáttur við að þú hafir skoðun. Hættu því bara, ok?

lol! :)

Birgir Baldursson - 26/12/09 00:28 #

Aðeins meira um þetta:

það er alltaf gott að vera svona mikill t[r]úmaður eins og þú Matthías.

Best að jarða þessa gagnrýni í eitt skipti fyrir öll:

Farið inn á Omega og fylgist með díalógnum þar stutta stund. Horfið síðan á þetta.

Hafið þið einhvern tíma heyrt eitthvað þessu líkt á Omega? Að fólk hvetji þá sem eru sammála þeim að finna villur í málflutningi sínum og tala um að það sé ekkert gaman að lesa og hlusta bara á það sem maður er fyrirfram sammála?

Þetta er munurinn á trú og vantrú. Hann einfaldlega getur ekki verið meiri. Hugsunarhátturinn er svo fúndamentallí ólíkur að hver sá sem líkir þessu saman hlýtur að vera illa blindur.

Mig hefur stundum langað til að láta bjóða mér í rökræður á Omega, en sé ekki að það eigi nokkurn tíma eftir að gerast. Omega er nöturlegur halelújakór ógeðfelldra og heimskulegra hugmynda. Þar á bæ þorir enginn að taka rökræðuna og síst af öllu fyrir framan söfnuð sinn.

Isak Harðarsonboðun - 18/07/10 07:17 #

Þarna var Jesús að tala GEGN ÁHYGGJUM. Lífið er lifandi og veit hvert það er fara, svo að við skulum sleppa áhyggjunum af framvindunni.

Hvað vinnu varðar boðaði Jesús að menn gerðu ítrustu skyldu sína.

En þið, hatarar "guðshugmyndarinnar" snúið út úr öllu á allan þann hátt sem teljið þjóna hugsjón ykkar. Er slíkt ekki kallað "skilyrðing"? ERU hugar ykkar frjálsir?

Hvað varðar tengslu kirkju og ríkis (og mammons), þá ættu þau tengsl að sjálfsögðu ekki að vera til - þá verður alltaf hætt við að boðun kirkjunnar verði menguð eiginhagsmunum peninga og þæginda.