Örvitinn

Nikon SB-900

sb-900.jpgÉg fékk myndavéladót í jólagjöf þessi jól.

Átti fyrir SB-600 flass en vantaði annað. Fann sérstaklega fyrir því þegar ég tók myndir af Dóru Sóldisi, Ásthildi og Greip fyrir jól. Hef fengið lánað flass hjá tengdó þegar mig hefur vantað annað en nú fæ ég það bara lánað þegar mig vantar þriðja flassið.

Samt nota ég flass miklu sjaldnar eftir að ég eignaðist D700 vélina. A.m.k. nota ég flass öðruvísi. Þarf yfirleitt ekki flass til að lýsa upp í myrkri, þó það gerist. Aftur á móti nota ég flass gjarnan í birtu til að fylla upp í skugga eða til að geta dregið úr dagsbirtunni! Æi, nenni ekki að útskýra þetta.

SB-900 er afskaplega stórt flass, SB-600 er hálf aumingjalegt til samanburðar. Samt kemur þetta að sama gagni.

En ég er semsagt að fara að leika mér meira með flöss á næstunni. A.m.k. þegar ég er búinn að kaupa mér hleðslurafhlöður. Mínar hafa af einhverri ástæðu tekið sér bólfestu í Wii jaðarhlutum.

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Egill Óskarss - 29/12/09 02:48 #

Nice.

Á að detta í smá Strobista fíling þá?

Matti - 29/12/09 09:09 #

Ég hef alltaf verið að leika mér með fjarstýrt flass og stundum meira að segja notað tvö eða þrjú - en ég stefni á að fikta meira í þessu. Var einmitt að renna í gegnum nokkrar greinar á Strobist í gærkvöldi.