Örvitinn

Spuninn virkar

Mikið er sorglegt að fylgjast með fólki sem fellur fyrir spuna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

Ykkur er velkomið að færa rök fyrir spunanum í athugasemdum.

pólitík
Athugasemdir

Andrés - 30/12/09 14:28 #

Það segirðu satt

Svenni - 30/12/09 14:35 #

Really?

Þetta er ekkert meira semsagt? Bara flokkapólitík í þínum augum?

Matti - 30/12/09 14:38 #

Hvað annað er í gangi?

Bjarki - 30/12/09 14:41 #

B og D eru nú ekkert einir um spuna. Hvað má segja um þann málflutning sem nú er verið að reyna að koma af stað þar sem breska lögfræðistofan er gerð tortryggileg? Eftir að hún hefur starfað með íslenskum stjórnvöldum síðan í nóvember 2008 dúkkar það allt í einu upp núna að þetta séu óttalegir bjánar sem ekkert kunni eða viti. Finnst einhverjum þetta trúverðugt?

Andrés - 30/12/09 14:41 #

Tilgangurinn virðist helga meðalið hjá stjórnarandstöðunni.

Staðreyndin er sú að ef stjórnin myndi falla og B og D tæki við. Þá yrðu í mesta lagi stigin nokkur dansspor til þess að sýnast og svo yrði undirritaður Icesave-samningur sem væri í meginatriðum eins og þessi sem nú er á borðinu.

Spuninn um falin gögn og lögfræðiálit snýst ekki um neitt nema að ná höggum á ríkisstjórnina. Þetta snýst ekki um að stjórnarandstaðan telji það raunhæfa leið að neita að semja um þessar skuldbindingar.

Fyrir utan að enginn nefnir það að allir íslenskir innistæðueigendur voru tryggðir, og að að sjálfsögðu verði að stanfa við innistæðutryggingar í Hollandi og Bretlandi. Þessar tryggingar verða borgaðar. Ef ekki af okkur þá af þeim sem hafa nú þegar lagt út fyrir þessu.

Væri það sanngjarnt?

Nei.

Ekki frekar en það er sanngjarnt að húseigendur borgi skemmdir á húsnæði eftir leigjendur sína.

Matti - 30/12/09 14:43 #

Hvað má segja um þann málflutning sem nú er verið að reyna að koma af stað þar sem breska lögfræðistofan er gerð tortryggileg?

Mér finnst dálítið tortryggilegt að lögfræðistofa sem er nýbúin að skila af sér skýrslu skuli svo allt í einu senda tölvupóst sem hleypir öllu í bál og brand. En ertu annars að vísa í þessi skrif Egils?

Staðreyndin er sú að ef stjórnin myndi falla og B og D tæki við. Þá yrðu í mesta lagi stigin nokkur dansspor til þess að sýnast og svo yrði undirritaður Icesave-samningur sem væri í meginatriðum eins og þessi sem nú er á borðinu.

Nákvæmlega.

Svenni - 30/12/09 14:44 #

Come on. Þetta er ódýr afstaða.

Hefurðu hlustað EITTHVAÐ á umræðurnar um þetta? Kynnt þér tölurnar og staðreyndirnar á bakvið þetta? Er einhver önnur ástæða fyrir því að þú ert ósammála en liðaskiptingin á Alþingi?

Við berum enga ábyrgð á þessu og við getum ekki borgað þetta. D og B eru ekki það máttugir að þeir breyti réttu í rangt með því að styðja það.

Finnst þér ferlið hafa verið eðlilegt með leynimakki og lygum alla leið? Langflestir stjórnarþingmenn hafa ekki einu sinni nennt að taka þátt í umræðum um þetta þó þeir kvarti allir yfir tímanum sem þetta taki.

Matti - 30/12/09 14:47 #

Come on. Þetta er ódýr afstaða.

Þetta er það eina sem ég hef séð. Ég tek undir með Andrési, ef F og D væru við stjórn væru þeir búnir að ganga frá sama samning.

Við berum enga ábyrgð á þessu og við getum ekki borgað þetta.

Víst og víst.

Finnst þér ferlið hafa verið eðlilegt með leynimakki og lygum alla leið?

Tal um leynimakk og lygar er hluti af spunanum. Ég hef fylgst með þessu. Auðvitað eru trúnaðargögn í svona málum, hvernig ætlar þú að reyna að semja við aðrar þjóðir ef þeir vita allt sem þú veist? Það er ekki hægt.

stjórnarþingmenn hafa ekki einu sinni nennt að taka þátt í umræðum um þetta þó þeir kvarti allir yfir tímanum sem þetta taki.

Það hafa ekki verið "umræður" í gangi heldur málþóf. Hefur þú lesið eitthvað af því sem fram fór í annarri umræðu um málið? Ég hef gert það, mæli ekki með því.

Bjarki - 30/12/09 14:47 #

Já þennan pistil Egils og ýmis ummæli Björns Vals hjá VG í morgun. Sjálfur treysti ég engum í þessu.

Matti - 30/12/09 14:48 #

Ein spurning til þeirra sem halda því fram að við eigum ekki að borga.

Hvað eigum við að gera við eignir Landsbankans? Kaupa sportbíla handa íslendingum?

Matti - 30/12/09 14:49 #

Bjarki, finnst þér þetta nýjasta útspil lögfræðistofunnar ekki dálítið tortryggilegt? Er nema vona að menn spyrji hverjir þetta séu eiginlega?

Svenni - 30/12/09 14:51 #

P.s. Ég var á móti þessu máli þegar Sjálfstæðisflokkurinn var að undirrita minnisblaðið 2008, ég var á móti því þegar Scamfylkingin og Skeingrímur komu heim með samningsviðbjóðinn, og ég verð líka á móti öllum framtíðartilraunum til að koma þessu í gegn.

Af hverju? Ekki af því ég elti skoðanir annarra á málinu eins og Andrés og aðrir flokkshundar, heldur af því þetta er rangt. Sama hver er sammála mér eða ósammála hverju sinni.

Bjarki - 30/12/09 14:51 #

Ég hef ekki verið í hópi þeirra sem halda því fram að við eigum ekki að borga, ég held að sú skylda sé því miður til staðar þó að heimskuleg sé. Spurningin þín er samt gölluð, við eigum ekkert í eignum landsbankans og ráðum engu um það hvernig þeim er ráðstafað. Það hefur held ég enginn haldið því fram að innistæðueigendur eigi ekki að fá það sem þeim ber úr þrotabúinu.

Bjarki - 30/12/09 14:55 #

Lögfræðingarnir hafa útskýrt hvað vakir fyrir þeim. Kannski er það partur af stóru samsæri gegn vinstri stjórninni eða kannski eru þeir að segja satt frá. Persónulega hef ég tilhneigingu til að treysta frekar þeim sem vill koma öllum gögnum að áður en ákvörðun er tekin en þeim sem vill bara ljúka þessu af strax í gær.

Matti - 30/12/09 14:56 #

Af hverju? Ekki af því ég elti skoðanir annarra á málinu eins og Andrés og aðrir flokkshundar, heldur af því þetta er rangt. Sama hver er sammála mér eða ósammála hverju sinni.

Skiptir þá engu máli hvaða rök eða gögn koma fram, þú ert bara á því að þetta sé rangt?

Svenni - 30/12/09 14:58 #

Já, ég hef legið yfir þessu umræðum öllum. Horfði á megnið af þessu í sjónvarpinu. Þú værir ekki á þessarri skoðun ef þú hefðir gert það líka og mætir málið út frá staðreyndum. Það er ekki hægt.

p.s. Varðandi "útspil" lögfræðistofunnar þá er það örugglega vel tímasett í samráði við einhvern. Og hvað með það? Breytir það staðreyndum málsins?

Svenni - 30/12/09 14:59 #

"Skiptir þá engu máli hvaða rök eða gögn koma fram, þú ert bara á því að þetta sé rangt?"

Þú ert að snúa út úr fyrir mér. Ég er að meina að ég hef tekið afstöðu eftir staðreyndum, ekki eftir því hvaða lið segir hvað hverju sinni eins og margir.

Matti - 30/12/09 15:00 #

Þetta er náttúrulega bara grín

Já, ég hef legið yfir þessu umræðum öllum. Horfði á megnið af þessu í sjónvarpinu.

Hvað kom nýtt fram í umræðum um málið á Alþingi?

Þú værir ekki á þessarri skoðun ef þú hefðir gert það líka og mætir málið út frá staðreyndum. Það er ekki hægt.

Hehe, þetta er fáránlega hrokafullt svar án raka :-)

Varðandi "útspil" lögfræðistofunnar þá er það örugglega vel tímasett í samráði við einhvern. Og hvað með það? Breytir það staðreyndum málsins?

Um hvað fjallar þessi óskaplega stutta bloggfærsla mín?

Svenni - 30/12/09 15:12 #

Matti, ég biðst afsökunar að finnast vel tímasett bréf sem styður okkar málstað ekki vera mikið mál. Ég myndi skrifa upp á nokkurn veginn hvað sem er til að stöðva þetta þannig það er kannski ekki mikið að marka minn skort á hneykslan í þessu tiltekna máli.

"Víst og víst" er nú heldur ekki svar sem er voðalega hlaðið rökum og laust við hroka.

Svo hélt ég ekkert bóhald yfir það hversu hátt hlutfall staðreynda sem komu fram í annarri umræðu voru nýjar. En þar sem flestir kunna engin skil á gömlu staðreyndunum og hafa ekkert haft fyrir því að kynna sér áhættuþættina í málinu eða önnur efnisatriði, þá vildi ég bara óska að fleiri hefðu nennt að hlusta í stað þess að kvarta bara yfir málþófi.

Matti - 30/12/09 15:25 #

Ég get ekki séð að þetta "vel tímasetta bréf" bæti nokkru við málið.

Það kom ekkert gagnlegt fram við aðra umræðu málsins á Alþingi. Nákvæmlega ekki neitt.

Svenni - 30/12/09 15:33 #

Bréfið reyndar afhjúpar svik aðalsamningamannsins en hvað er það milli vina. Það er bara í stíl við annað makk hans og Steingríms.

Önnur umræða var fróðleg. Mæli með ræðum Péturs Blöndal og Þór Saari t.d. Þeir skilja tölur og gerðu mörgu góð skil.

Mæli líka með ræðum þeirra örfáu stjórnarþingmanna sem tóku þátt stöku sinnum og þá helst þeirra Ólínu og Sigmundar Ernis. En þó aðeins fyrir skemmtanagildið.

Matti - 30/12/09 15:36 #

Bréfið reyndar afhjúpar svik aðalsamningamannsins en hvað er það milli vina. Það er bara í stíl við annað makk hans og Steingríms.

Gerir bréfið það virkilega?

Nei, þetta er farsi.

Svenni - 30/12/09 15:48 #

Mjeh. Ef bréfið nær að tefja þetta framyfir áramót þá verð ég sáttur. Það er kannski smá möguleiki á alvöru truflunum eftir áramót.

En má ég spyrja að einu? Þú sagðir að allt tal um leynimakk og lygar í málinu sé bara spuni.

Fannst þér þá t.d. ekkert athugavert við að Steingrímur skildi ljúga í ræðustól Alþingis um að engir formlegir samningar væru í gangi á meðan undirritun stóð yfir og samningar höfðu staðið yfir í dágóðan tíma? Var það dæmi um nauðsynlega leynd?

Matti - 30/12/09 15:50 #

Vísaðu vinsamlegast á þessi orð Steingríms.

Einar Jón - 30/12/09 15:56 #

Svenni: Finnst þér ekkert skrýtið við það að þetta bréf kom akkúrat á réttum tíma til að tefja málið framyfir áramót? Bara heppileg tilviljun?

Ég hef lítið álit á öllum flokkum, en Occam segir að það séu meiri líkur á að minnihlutinn sé með spuna en að meirihlutinn sé að hylma yfir meiriháttar samsæri gegn þjóðinni.

En hvað vinnst eiginlega á að tefja málið lengur?

Svenni - 30/12/09 15:58 #

Ein áhugaverð pæling í sambandi við þetta bréf reyndar.

Ég geri ráð fyrir tvennu.

  1. Lögfræðistofan er ekki að ljúga.

  2. Svavar Gests átti ekki frumkvæðið að því að biðja um að þessu yrði haldið frá utanríkisráðherra.

Svavar er peð. Svo er hann Steingríms maður og þeir félagar höfðu engan sérstakan pólitískan hag af því að leyna Össur þessu þar sem það er Samfylkingin sem er að draga VG með sér í þennan Icesave leiðangur, ekki öfugt.

Samfylkingin hlýtur að hafa beðið Svavar að biðja um að þessu yrði haldið eftir. Þannig væri þessum punkti haldið úr umræðunni og staða okkar gerð veikari...Icesave fer í gegn, skóhorn inn í ESB osfr. Ef þetta makk kæmist svo upp þá myndi Svavar bara falla á sverðið. Einn útbrunninn sendiherra á eftirlaunum tekur höggið, Össur helst hreinn, og ríkisstjórnin heldur velli.

Skemmtileg plott?

Svenni - 30/12/09 16:06 #

Einar Jón:

Ég vissi ekki að Occam væri Samfylkingarmaður.

En eins og ég sagði, bréfið er mjög vel tímasett. Mín vegna má það allt vera planað í drasl. Tek þá bara ofan fyrir hverjum þeim sem náði að tímasetja þetta svona vel.

Matti:

Fyrst þú virkilega kannast ekki við hina frægu lygi Steingríms þá verð ég náðarsamlegast að draga í efa að þú hafir fylgst mikið með umræðunum á þingi. Þetta hefur verið dregið upp í annarri hverri ræðu síðan snemma í Júní.

Hér er linkur á cheesy youtube myndband sem ég fann sem sýnir svarið hans Steingríms: http://www.youtube.com/watch?v=UQz9CxpE-eU

Bjarki - 30/12/09 16:21 #

Þetta er orðinn alger skrípaleikur. Það er varla annað í stöðunni en að fresta fundum Alþingis og leyfa þessari lögfræðistofu að ljúka sínum undarlegu sendingum. Ef í ljós kemur að stofan er bara að spamma Alþingi með óviðkomandi og gagnslausu drasli þá er það allavega ljóst að hún er í besta falli vanhæf til þess að gefa nokkur ráð varðandi þetta mál. Þá vitum við það framvegis.

Einar Jón - 30/12/09 16:31 #

Það að tímasetningin sé "plönuð í drasl" fær mig einmitt til að fyllast tortryggni. Ég treysti engum flokki, en allra síst Framsókn og Sjálfstæðismönnum.

Hugsanlega eru meira en bara púðurskot í bréfunum, en lætin í kringum þetta eru einmitt spuni af bestu sort - og ber því að taka með varúð.

Þó skil ég ekki enn hvað græðist á að draga þetta fram yfir áramót. Er janúar eini lögformlegi byltingarmánuður landsmanna?

Jón Frímann - 30/12/09 16:35 #

Auðvitað fellur fólk fyrir þessum spuna, þar sem að það er búið að gera málið tilfinngalegt eins og hægt er.

Sumt fólk er hinsvegar farið að sjá í gegnum þessa vitleysu.

Svenni - 30/12/09 16:43 #

Janúar er kannski ekki lögformlegur en tölfræðilega eiga flestar byltingar á Íslandi sér stað í Janúar.

Fólk vill ekki mikið vesen milli jóla og nýárs. Þess vegna er þinghald núna.

hildigunnur - 30/12/09 16:45 #

Þeir sem halda að við berum enga ábyrgð ættu að lesa þessa færslu hjá Silju Báru.

Jón Frímann, ég vona að sem flestir fari að sjá í gegn um þetta en er engan veginn nógu vongóð með það.

sr - 30/12/09 20:29 #

Afglöp FLokksins eru öllum ljós. Einungis veruleikabrjálaðir stuðningsmenn hans sjá heila brú í þessum spuna brennuvargana.

Við hin þekkjum brennuvarginn, sérstaklega þegar hann rífur kjaft í fjölmiðlum og þingsal.