Örvitinn

Ofmetnar erlendar eignir

Er ég að misskilja eitthvað eða er fólkið sem nú talar um ofmetnar erlendar eignir þjóðarbúsins ekki sama fólkið og hefur tekið skuldir bankanna og einkafyrirtækja inn í tölur um erlendar skuldir Íslands? Verður ekki annað hvort hvoru tveggja eða hvorugt að vera inni í myndinni?

Spurningin er einlæg, ég hef ekki tíma til að kynna mér málið núna og hef þetta bara á tilfinningunni.

pólitík
Athugasemdir

Nafnlaus meinleysingi - 05/01/10 09:11 #

Ofmetnar eignir erlenda aðila minnka ekki erlendar skuldir ríkisins. En þær draga hinsvegar úr mögulegum gjaldeyristekjum hagkerfisins.

Ívar - 05/01/10 09:23 #

Í tölum Seðlabankans eru þessar eignir taldar til erlendra eigna Íslendinga og þar með til eigna þjóðarbúsins sem standa á móti skuldum. Í raun eru þessar eignir hins vegar að öllum líkindum að mestu leyti í gömlu bönkunum og því í eigu erlendra lánardrottna.

Ef þetta er rétt þýðir það að staða þjóðarbúsins, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum, er ekki neikvæð upp á 524 milljarða heldur hundruðum milljarða meira.

Matti - 05/01/10 09:26 #

Gildir ekki það sama um skuldirnar (sbr. Baugur, Actavis, Bakkavör)?

Ívar - 05/01/10 10:21 #

Nei, Seðlabankinn er búinn að taka tillit til þeirra skulda sem „hverfa“ í -524 tölunni, en gerir enn ráð fyrir þessum eignum.

Matti - 05/01/10 10:23 #

Ok, takk fyrir þetta.