Örvitinn

Avatar

avatarVið hjónin skelltum okkur í Smárabíó klukkan átta í kvöld og sáum Avavar í þrívídd.

Þetta var merkileg upplifun, óskaplega flott og áhrifaríkt. Augnakonfekt, veisla fyrir skynfærin og svo framvegis. Þetta er gríðarlega flott mynd.

Þar með er ekki sagt að þetta sé rosalega góð mynd. Hún er eiginlega alveg ógurleg klisja. Alltof löng atriði sem ganga bara út á að heilla okkur með ævintýralegu umhverfi og þrívíddartækni. Söguþráðurinn er líka óskaplega fyrirsjáanlegur. Myndin er ekki drasl, alls ekki. Fín mynd, góð afþreying og allt það.

Mér finnst töluvert vit í umfjöllun Kottke

Mikið held ég samt að HHG sé klikkaður miðað við hans túlkun á myndinni.

kvikmyndir
Athugasemdir