Örvitinn

Öfugmæli

Mér finnst skrítið að sjá fólk kenna ríkisstjórninni um ástandið eftir synjun forseta. Meðal annars að stjórnin beri ábyrgð á umfjöllun erlendra aðila.

Hvort sem það er tengdasonur forsetans að skammast út af lélegri almannatengslavinnu (kommon, EKH er einfaldlega lélegur í því sem hann gerir, fær djobb vegna sambanda og segir kúnnum að ljúga eða þegja. Forsetinn hefði getað látið þau vita með smá fyrirvara) eða aðrir að skammast út í forsætis- og fjármálaráðherra fyrir að vera neikvæð í yfirlýsingum eftir að þau fengu fréttirnar. Af hverju gátu þau ekki bara verið kát og sagt að þetta skipti engu máli!

ps. Af hverju voru Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn ekki tilbúnir með almannatengslapakka? Þetta er jú það sem þeir flokkar vildu og stefndu að. Nóg eiga þeir af peningum samkvæmt fréttum síðustu daga sem hafa fallið í skuggann af þessu rugli. Milljarðamæringarnir Bjarni Ben eða Sigmundur Davíð hefðu þessvegna getað ráðið almannatengslaskrifstofu í útlöndum alveg sjálfir fyrst þeir sáu þetta fyrir. Þeir þurfa persónulega ekki að hafa nokkrar áhyggjur af ástandinu í þjóðfélaginu.

pólitík
Athugasemdir

Svavar Kjarrval - 07/01/10 02:17 #

Ég held að þessu sé ágætlega lýst hjá Andríki: http://andriki.is/default.asp?art=05012010

Ríkisstjórnin átti að fara í almennatengslapakkann miklu fyrr og þá meina ég ekki bara þegar synjunin stóð fyrir, heldur allan tímann frá því þegar málið hófst. Og já, þá meina ég báðar ríkisstjórnirnar. Almannatengsl, sérstaklega þegar svona stór mál eru í gangi, eru mikilvæg og eiga að vera fyrir hönd Íslendinga (s.s. ekki rekin af ákveðnum stjórnmálaflokkum). Auk þess er ég viss um að almannatengsl greidd af Sjálfstæðisflokknum eða Framsókn yrðu gagnrýnd sem áróður af hálfu stjórnarandstöðunnar.

Áróður núverandi ríkisstjórnar var sá að við værum að forðast skuldbindingar okkar með því að samþykkja ekki þetta frumvarp en auðvitað fer sá áróður lengra en bara til Íslendinga þar sem erlendir fjölmiðlar grípa áróðurinn og kynna fyrir almenningi sem sannleik.

Að mínu mati virðist ríkisstjórnin setja stolt sitt framar hagsmunum þjóðarinnar með því að standa í þeim áróðri sem hún hefur verið í. Þótt ég tapi umræðunum sjálfkrafa vegna laga Goodwins ætla ég að líkja þessu við áróðursvél nasista þar sem þeim tókst að sannfæra borgaranna að þeirra málstaður væri réttur og að stríðið væri eina leiðin. Þessi ríkisstjórn hefur ekki flutt neinn annan áróður en þann að frumvarpið verður að samþykkja eða öll áætlunin hrynji.

Þetta er auðvitað mitt mat á málefninu og ekki heilagur sannleikur.

Matti - 07/01/10 07:57 #

Þú varst ekki í alvörunni að vísa á Andríki á blogginu mínu :-)

Svavar Kjarrval - 07/01/10 12:35 #

Nei...auðvitað ekki... :þ