Örvitinn

HHG og innistæðutryggingasjóður

Secondly, the Icelanders assert that they will honor all legal obligations to depositors in the EEA (European Economic Area, of which Iceland is a member-state). But they argue that this only means that deposits are covered by the Icelandic Depositors' and Investors' Guarantee Fund set up under EEA rules. If that Fund is unable to meet its obligations, there is no clear requirement, under EEA rules, for the Icelandic government to step in. #

Margir hafa bent á að þetta er beinlínis rangt, nýlega skrifaði Silja Bára.

Setningin, sem rennur milli blaðsíðna 179 og 180 er svohljóðandi: "It is accepted that deposit guarantee schemes are neither meant nor able to deal with systemic banking crises, which fall within the remit of other parts of the "safety net", e.g. supervisors, central bank, government." Eru ekki íslensk yfirvöld að bregðast við hruninu, þótt þau velji að gera það með lántöku innstæðutryggingasjóðs?

Þetta er semsagt orðhengilsháttur (lygar) hjá HHG.

Annað í grein HHG er álíka gáfulegt, það er rugl að kenna bretum um hrun íslensku bankanna, íslenskir bankamenn sáu alveg sjálfir um þann leik.

pólitík
Athugasemdir

Haukur - 07/01/10 12:38 #

Tja, HHG er að tala um EES-reglur. Þessi skýrsla frá franska seðlabankanum, sem ber titilinn "The functions and organisation of deposit guarantee schemes: the French experience" er ekki hluti af því regluverki. Ýmsir hafa vísað á dálítið villandi hátt í þessa setningu sem Silja Bára talar um en ég sé ekki að HHG geri það hér.

En ég er sammála þér að HHG gengur of langt í að kenna Bretum um hrunið.

Matti - 07/01/10 12:59 #

Franska skýrslan er ekki hluti af því regluverki en fjallar um slík regluverk og nær væntanlega um tryggingarsjóðinn íslenska - eða hvað?

Davíð - 07/01/10 13:53 #

Tad er ahugavert thad sem ad Eva Joly segir, ad samkvaemt theim sem somdu login um innistaedusjodina, tha eigi login i fyrsta lagi ekki vid i kerfishruni, og ad i odru lagi eigi eingongu ad greida ut thad sem i theim er.

Samkvaemt nyjum logum EU tha eru rikisabyrgdir a innistaedum bannadar.

Haukur - 07/01/10 13:58 #

Ég held það efist enginn um að almennt hafi menn gert ráð fyrir að ef tryggingasjóður dygði ekki til við hrun banka einhvers staðar myndi ríkissjóður viðkomandi lands borga mismuninn. Afstaða íslenskra stjórnvalda hefur hins vegar verið að hvort sem menn hafi gert ráð fyrir þessu eða ekki sé hvergi kveðið á um það í neinum samningum sem Íslendingar hafi undirritað né lögum sem Alþingi hafi samþykkt. Meira að segja Icesave-2 lögin samþykkja ekki að Íslendingum hafi borið lagaleg skylda til að taka á sig þessar skuldbindingar.

Matti - 07/01/10 20:11 #

Þetta þykir mér fróðlegt innlegg í umræðuna.

  • Aðeins hrun eins banka, Landsbanka Íslands(LÍ), mæðir á TIF( Tryggingarsjóð Innstæðueigenda og Fjárfesta). Var kerfinu ætlað að mæta hruni færri banka en það?
  • Þriðjungur innstæðna LÍ (innlendi hlutinn) var fluttur í nýja bankann og bjargað. Hlutverk TIF orðið 2/3 úr banka.
  • Innstæður voru gerðar að forgangskröfum í gamla bankann og þ.m. eru um 90% innistæðna dekkaðar miðað við nýjasta mat á eignum hans. Hlutverk TIF er því að tryggja 10% af 2/3 úr banka.
  • Eru 6-7% innstæðna eins banka kerfishrun fyrir TIF? Eða höfðu stjórnvöld á Íslandi vanrækt að byggja upp tryggingakerfi sem stendur undir nafni?

Séð í athugasemd Eyju hjá Baldri.

Haukur - 07/01/10 20:37 #

Ég er sammála því að 'kerfishrun' er ekkert endilega heppilegt orð. Við gætum dugað að tala um 'fall á stórum banka'. Ég sé ekki hvernig nokkurt innstæðutryggingakerfi sem Íslendingar hefðu hugsanlega getað búið til hefði getað ráðið við Icesave. Hvernig hefði TIF nokkurn tíma getað aflað þeirra skrilljarða sem til þurfti? Ég held að mistökin í íslenska kerfinu hafi legið annars staðar. Lausnin hefði frekar falist í ágengari eftirlitsstofnunum en einhvers konar tröllauknum, ósigrandi TIF.

Bjarki - 07/01/10 21:59 #

Alveg óháð Icesave, hvernig átti tryggingasjóður sem átti að innihalda 1% af öllum tryggðum innistæðum að vera fullnægjandi vörn í litlu landi þar sem örfáir bankar skipta á milli sín markaðnum (og hafa þ.a.l. stóra markaðshlutdeild hver)? Gjaldþrot lítils sparisjóðs úti á landi hefði höggvið stórt skarð í slíkann sjóð, tæmt hann jafnvel.

Blasir ekki við að slíkt tryggingakerfi er fullkomnlega gagnslaust án einhverskonar baktryggingar, væntanlega frá ríkinu.

Davíð - 08/01/10 08:26 #

Auðvitað á þetta kerfi ekki að vera til, ef að þú vilt ávaxta peningana þína, þá tekurðu áhættu. Áhættu fylgir því að þú getur tapað peningunum þínum.

Æi, ég veit ekki, en að mínu mati er augljóst að kerfið er rotið.

Ríkisábyrgð leyfir bankamönnum að taka of mikla áhættu og að hegða sér á óábyrgan hátt.

Matti - 08/01/10 15:16 #

Auðvitað á þetta kerfi ekki að vera til, ef að þú vilt ávaxta peningana þína, þá tekurðu áhættu. Áhættu fylgir því að þú getur tapað peningunum þínum.

Þess vegna hefur verið til mismunandi áhættustig. Vextir á bankareikningum eru tiltölulega lágir, meðal annars vegna þess að þeir reikningar eru taldir öruggir, og svo hærri vextir á öðrum fjárfestingarkostum.

Ég er hræddur um að við verðum að hafa eitthvað öruggt innlánskerfi fyrir sparnað einstaklinga.

Ríkisábyrgð leyfir bankamönnum að taka of mikla áhættu og að hegða sér á óábyrgan hátt.

Engin spurning.