Örvitinn

Málefnalegar umræður og landráðamenn

Hvernig væri að tryggja málefnalega umræðu frekar en áróður spyr Hrannar Baldursson á bloggsíðu sinni.

Svo segir hann að þeir sem samþykkja Icesave séu landráðamenn. Í athugsemd segir hann:

Að samþykkja ICESAVE samkomulagið er svipað og að leyfa þrælahald, lofa nasisma, fasisma og fávisku, gera lítið úr rétti kvenna og barna, og þar fram eftir götunum. Sá sem er Íslendingur og samþykkir ICESAVE er að ganga óvini á hönd.

og

Ég er sammála þér [Jón Steinari] með Hitlersrökin. Ég hafði þau með að vel íhuguðu máli þar sem mér þykir þau eiga við í þessu tilfelli.

Það er ekki hægt að skálda svona hugsunarhátt, Hrannar er dæmalaus snillingur.

dylgjublogg
Athugasemdir

Matti - 10/01/10 20:35 #

Það sem er makalaust við Hitlerstengingu Hrannars er að hann er að gera eitt af því sem Hitler og félagar stunduð. Andstæðingar yfirvalda voru þá gjarnan sakaðir um landráð. Hrannar er Hitler (eða Göring) ef við tökum þann pól í hæðina, maðurinn sem kyndir undir hatur.

Nei, má þá frekar biðja um málefnalega umræðu þar sem hugtakið landráð er tekið af borðinu og Hitler er haldið í sögubókum.

Teitur Atlason - 10/01/10 20:45 #

Ég benti honum einmitt á þetta. Hann skensaði mig bara. Snéri út úr og setti upp glottandi broskall.

Ég held að þessi Hrannar Fannar bindi ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir.

Karl Jóhann - 10/01/10 21:23 #

Hrannar gefur sig út fyrir að vera umburðarlyndur heimspekingur en er í raun þröngsýnn og yfir það heila pretentious prick.

Eftirfarandi staðhæfing fæst eftir lestur vefdagbókar hans um nokkurt skeið og ummæli hans um hin ýmsu mál. Þekki hann að sjálfsögðu ekki og geri í raun ráð fyrir að hann sé mjög fínn gæi. Umfjallanir hans um kvikmyndir eru að sjálfsögðu undanskildar þessari staðhæfingu.

Biðst svo afsökunar á að hafa notað enskt orðalag og algjörlega sneitt framhjá efnislegri umræðu.

Ragnar Þór Pétursson - 10/01/10 21:42 #

Mér þótti fyrisögn færslunnar æði hæpin. En ég held reyndar að það sé óþarfi að missa þvag yfir landráðaþvaðri og einhverjum hitlerssamlíkingum. Svona tabú held ég séu yfirleitt óþörf.

Það er alltílagi að líkja hinu eða þessu við hitler eða göbbels eða göring eða himmler svo lengi sem menn halda ekki að við það eitt verði rökin eitthvað þyngri á metum.

Ég velti þessu með landráðin fyrir mér fyrir nokkru síðan (http://maurildi.blogspot.com/2010/01/landraamenn-og-kvislingar.html) enda á ég það sameiginlegt með Hrannari (og Teiti sýnist mér) að hafa hamast við það að reyna að ná einhverri persónulegri lendingu í málinu.

En heilt yfir hefur mér fundist Hrannar reyna að vera rökvís í. Og ég held að þetta sé óþarfa viðkvæmni.

Hann hljóp bara aðeins út undan sér. En það er svo sem ekki óalgengt og þú, Matti, ert auðvitað vanur að gera þetta sama nokkuð reglulega þegar þú blæst gufu á einhverja sem þér er í nöp við.

Spörum skinhelgina.

Rífumst eins og fólk um það sem fólk segir en ekki hvernig það er sagt.

Eiríkur - 10/01/10 21:44 #

Það er nú oftast þannig að þegar menn grípa til nasistasamlíkingarinnar þá eru þeir hættir að taka þátt í málefnalegum umræðum...

Matti - 10/01/10 21:47 #

Hrannar endurtekur þetta ítrekað í athugasemdum og heldur fast við sitt þrátt fyrir mótbárur.

Hann reynir eflaust að vera rökvís en það er ekki mín reynsla að honum takist það. Ég hef svipaða skoðun á Hrannari og Karl Jóhann hér fyrir ofan.

Ég kannast ekki við að vera viðkvæmur fyrir landráðaskrifum Hrannars, hvað þá óþarflega viðkvæmur :-) Ég bendi á þetta vegna þess að mér finnst þetta ótrúlega heimskulegt, ekki vegna þess að mér sárni.

Persónulega nenni ég ekki að rífast mikið um Icesave, reyni frekar að fylgjast með.

Matti - 11/01/10 08:30 #

Hrannar segir í athugasemd:

Gunnar Skúli: Þetta hefur verið rætt í "kommentunum" og satt best að segja tel ég mitt eigið orðalag alls ekki vera of sterkt, þvert á móti.

Matti - 13/01/10 00:04 #

Ég skrifaði athugasemd þar sem ég benti á að það væri misskilningur að skrif Hrannars væri hægt að túlka sem hræðsluáróður eins og einhverjir vildu meina í athugasemd, hið rétta væri að þetta flokkaðist undir hatursáróður. Svar Hrannars var eftirfarandi:

Matthías: hvurslags trúarofstæki stendur þú aftur fyrir?

Þessi náungi er algjört fífl.