Örvitinn

Ranghugmyndir eigenda Morgunblaðsins

Ég fletti sunnudagsmogganum á kaffihúsi í Smáralind í gær. Las pistil Óskars Magnússonar fulltrúa eigenda, bréf frá útgefenda held ég að pistillinn heiti.

Óskar telur að blaðið hafi batnað eftir ritstjóraskipti, hafi aldrei verið betra. Hann telur Staksteina dæmi um fyndna og beitta pólitíska rýni sem enginn getur sleppt því að lesa! Er sannfærður um að blaðið stundi hlutlausa fréttamennsku en játar um leið að það hafi barist harkalega gegn Icesave samningnum.

Menn geta logið ýmsu að sjálfum sér en það er erfiðara að ljúga að öðrum. Útgefandi Morgunblaðsins telur örugglega að AMX sé fremsti fréttaskýringarvefur landsins á eftir mbl.

Ætli það sé langt í að auðkýfingarnir á bak við Morgunblaðið hafi ekki lengur efni á að reka það.

ps. Talandi um Morgunblaðið. Hvernig stendur á eiginlega á þessari umfjöllun? Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju mbl.is segir frá þessu og vísar á trú.is? Er þetta fréttnæmt? Æi, ein ástæðan fyrir því að ég sagði blaðinu upp var að það er og hefur alla tíð verið málgagn ríkiskirkjunnar.

fjölmiðlar