Örvitinn

Kaffistofan

Í kaffistofunni ræðir fólk Icesave fram og til baka. Ég væri frekar til í að tala um eitthvað annað en samt sekkur maður alltaf ofan í þetta fen.

Mætti ég þá frekar biðja um umræður um einhvern kynlífsskandal eða matargerð, helst bæði í einu.

dagbók
Athugasemdir

Jón Magnús - 11/01/10 13:05 #

Lofa að tala um eitthvað annað en Icesave á morgunn. Smá Icesave umræða eftir atburði helgarinnar og svo heldur lífið áfram :)

Haukur - 11/01/10 14:28 #

Ég mæli með Slap-Chop-auglýsingunni. Græjan mun vera drasl en auglýsingin er óumdeilanlega góð. "Stop having boring tuna, stop having a boring life!" eru orð sem mig grunar að Matti gæti tekið undir. Og til að tengja kynlífsskandal við þetta var sölumaðurinn knái nýlega handtekinn fyrir að slást við vændiskonu.

Matti - 11/01/10 14:41 #

Shitt hvað mig langar í svona græju.

Óli Gneisti - 12/01/10 14:52 #

Ég horfði á Julie & Julia í gær. Hún inniheldur matargerð og það vottar fyrir kynlífi í henni.

Matti - 12/01/10 15:55 #

Útgáfan sem Henrý vísar á er ansi góð, næstum allt er betra með auto-tune.

Ég hef einmitt ætlað mér að sjá Julie og Julia í dálítinn tíma, best að drífa í því.