Örvitinn

Að vera í rétti

Athugasemd Hauks Gylfasonar við bloggfærslu Marðar Árnarsonar er að mínu mati ansi góð.

Þegar ég lærði á bifhjól þá var mér sögð góð dæmisaga.

Þegar þú er að keyra á bifhjóli og það kemur einhver bíll sem svínar á þig. Þá skiptir það voða litlu máli hvort þú sért í rétti eða ekki.

Það færir manni voðalega litla huggun, þegar maður ferðast um á hjólastólnum, að öskra í sífellu, “ÉG VAR Í RÉTTI!!”.

Icesave samningurinn er pólitísk málamiðlun. Ekki láta ykkur detta í hug að það sé verið að gefa eftir ýtrustu kröfur mótherja okkar. Ég efast um að ef allt sem íslendingar hafa gert fyrir og eftir hrun verði sett fyrir dóm, að það eigi eftir að koma okkur sérstaklega vel. #

pólitík