Örvitinn

Skammarlegt Síðdegisútvarp í gær

Umfjöllun Síðdegisútvarpsins um kraftaverkalyfið mms í gær var ekkert annað en skammarleg. Ég hvet ykkur til að kíkja á grein Vantrúar og hlusta á þáttastjórnendur Síðdegisútvarpsins fara á kostum.

Ég hef áður fjallað um það hvernig fjölmiðlar stilla sífellt fram öndverðum skoðunum eins og sannleikurinn sé mitt á milli tveggja póla. Þetta var klassískt dæmi þar sem rugludallur fékk meira rými og jákvæðari umfjöllun heldur en sérfræðingur.

Eitt sem pirrar mig við fjölmiðla er einmitt óviðeigandi hlutleysi, sú furðulega árátta fjölmiðlamannað gefa öllum hliðum jafn mikið vægi. Rugludallur (t.d. Jónína Ben) fær jafn mikið vægi og sérfræðingur (t.d. læknir) þegar deilt er um detoxið. Það er ekki hlutleysi, sannleikurinn liggur ekki alltaf mitt á milli öndverðra skoðana. #

Þetta á sérstaklega vel við í þessu máli. Morgunútvarp Rásar 2 fjallað um málið í morgun og ræddi við Sigríði Ævarsdóttur hómópata. Það viðtal var dálítið betra en hin umfjöllunin. Það er einnig hægt að hlusta á hana á Vantrú.

skottulækningar vísanir
Athugasemdir

Rósa - 13/01/10 18:01 #

Þið eruð nú meiri pempíurnar, Vantrúarmenn sem trúið öll sem lyfjafyrirtækin ljúga að okkur.

Matti - 13/01/10 18:19 #

Þú ert nú meiri vitleysingurinn.

Þórhallur Helgason - 13/01/10 19:35 #

Já, einmitt, lyfjafyrirtækin eru að ljúga að okkur, en alls ekki sá sem fann upp þetta 'lyf' og hefur engar sannanir fyrir virkni þess (eða jú, sannanir fyrir því að það sé skaðlegt) og auk þess engan hag af því að það seljist... ;)

Henrý Þór - 13/01/10 20:26 #

Þessari umfjöllun tókst að pirra mig líka í gær. Sem var ótrúlegt miðað við hvað ég var í góðum fílíng í gær. Pirraði mig jafnvel enn meira af því ég var að skjótast á milli húsa og heyrði því bara röflið í hómópatanum. Þetta eru SÖLT sem leita uppi ÖRVERUR og DREPA ÞÆR því þær eru BASÍSKARI en LÍKAMINN!

Matti - 13/01/10 23:48 #

Já en þetta er þrælmenntaður hómópati :-)

GH - 14/01/10 14:05 #

Ótrúlegt að fólk skuli láta plata sig með kraftaverkalyfjum öld eftir öld. Ég er algjörlega sammála þér að það eigi ekki að láta málstað beggja vera jafnréttháan þegar um er að ræða lífshættulegt eitur sem Landlæknir sér ástæðu til að vara við.

Gagarýnir - 14/01/10 22:06 #

Gamlir hippar rúla á RÚV. Síðastliðin 25 á amk. hafa þessir "patar" fengið sérstaka meðferð. Og gagnrýnendur bara boðaðir til þess að vera neikvæðir og leiðinlegir lækna- og lyfjafyrirtækjamafíósar.

Eitthvað skemmtilegt:fyrir yður vantrúaða:

http://www.youtube.com/watch?v=Qnq7N6X4x84