Örvitinn

Fjárans KFC

Gyða keypti KFC handa sér og stelpunum í kvöld, ég borðaði úti. Þegar þær voru sestar til að borða kom í ljós að það vantaði einn bita af átta. Gyða pantaði máltíð og gerði ráð fyrir að tveir bitar á haus væru nóg.

Þetta gerist ótrúlega oft þegar verslað er við KFC. Í gegnum árin höfum við ítrekað lent í því að þegar heim er komið vantar eitthvað í pokana, annað hvort bita eða að kartöflupokar eru hálffullir. Þetta gerist nógu oft til að ég spái í því í alvörunni hvort þetta sé af ráðum gert en það er ósennilegt, vanhæfni er sennilegri skýring. Aldrei nennum við að fara út og aka á KFC til að fá þetta lagfært en ég get a.m.k. bloggað um þetta.

kvabb
Athugasemdir

Björn I - 14/01/10 00:06 #

Þú kvartar aldrei við þann sem selur þér gallaða vöru en heldur hinsvegar áfram að versla við aðilann þrátt fyrir sífelld vonbrigði. Síðan ferðu heim og bloggar til að fá útrás.

Var ekki fjallað um svona fólk í skaupinu 2008?

Ef ég væri þú mundi ég láta staðinn vita, þó ekki væri nema í gegnum síma. Mistök verða ekki leiðrétt ef fólk veit ekki af þeim.

Matti - 14/01/10 00:10 #

Þú kvartar aldrei við þann sem selur þér gallaða vöru en heldur hinsvegar áfram að versla við aðilann þrátt fyrir sífelld vonbrigði. Síðan ferðu heim og bloggar til að fá útrás.

Hefurðu eitthvað út á það að setja?

Var ekki fjallað um svona fólk í skaupinu 2008?

Hverjum er ekki sama?

Ég versla afskaplega sjaldan við KFC og þetta er mín leið til að láta staðinn vita.

Jónas - 14/01/10 00:12 #

Ég lenti einu sinni í þessu.

Ég sagði upp Mogganum í kjölfarið.

En takk fyrir skemmtilega færslu.

Björn I - 14/01/10 00:14 #

Er þetta þín leið til að láta staðinn vita... einhver bloggsíða sem öllum er sama um nema þínum nánustu?

Það er aldeilis uppi á þér tippið, verð nú bara að segja það :)


Auðvitað áttu að taka upp símann og láta vita af þinni óánægju, þá eru allavega meiri líkur á því að staðurinn geri eitthvað í sínum málum.

Matti - 14/01/10 00:15 #

Voðalegt diss er þetta eiginlega :-)

Matti - 14/01/10 00:16 #

Þetta skiptir mig ekki nógu miklu máli til að ég taki upp símtólið. Það þarf minna til að ég bloggi.

Henrý Þór - 14/01/10 00:21 #

Bara hringja? Og bjóða sjálfum sér upp á eitthvað nöldur um að það sé yfirleitt talið í pokana, og fá að tala við vaktstjóra, sem er elsti aðilinn á staðnum (17 ára), eða vera boðið að yfirmaður hringi í þig einhverntíman á morgun? Þegar þú ert kannski að vinna?

Nei, þá er nú betra að blogga bara, og rúlla svo næst á BK kjúkling. Íslenskt, já takk. ;)

Kalli - 14/01/10 09:13 #

Hættu að kvarta; þú getur þó í það minnsta fengið KFC. Ætli næsti KFC staður frá mér sé ekki í Kaupmannahöfn?

Kannski er KFC í Helsingi. Þá fer að verða alveg þess virði að taka helgarferð með ferju...

Djöfull gæti ég drepið fyrir Zinger borgara, franskar og brúna sósu einmitt núna.

Rebekka - 14/01/10 09:27 #

Bara fá sér djúpsteikingarpott og steikja sinn eigin kjúlla! :>

hildigunnur - 14/01/10 14:14 #

Efast allavega um að þetta sé „skipun að ofan“, veit ekki betur en eigandinn sé afskaplega vandur að virðingu sinni og vilji ekki svíkja nokkurn mann.

Svavar Kjarrval - 14/01/10 18:16 #

Mín reynsla af KFC hefur alltaf verið góð. Hef alltaf fengið nákvæmlega það sem ég hef beðið um. Ef ákveðinn biti er ekki til hef ég venjulega fengið tvö stykki af öðruvísi bita.

Hins vegar hef ég alltaf borðað á staðnum svo ég get fátt sagt um „take-away“.

Sigurjón - 14/01/10 18:29 #

Ég tek undir með Matta, þegar ég borða á staðnum þá eru aldrei nein vandræði, en þegar maður fer í bílalúguna þá oft á tíðum klikkar eitthvað. Algengast er að það gleymist að dýfa BBQ borgaranum mínum í BBQ sósuna, sem er afskaplega pirrandi. TVISVAR sinnum hef ég lent í því að þegar ég kom heim þá tók ég eftir því að það var enginn kjúklingur í kjúklingaborgaranum mínum, semsagt, fékk bara hamborgarabrauð með káli og sósu.

Ég er farinn að taka á málunum stax í bílnum og tékka á því áður en ég legg af stað hvort allt sé ekki í lagi.

Davíð - 15/01/10 10:37 #

Þið eruð óþverrar, eftir þennan lestur í gær neyddist ég til að fá mér KFC, gegn eigin vilja auðvitað.

Henr - 15/01/10 16:44 #

Algjörlega ótengt: séð þetta? http://www.youtube.com/watch?v=FZFG5PKw504

Walter - 15/01/10 18:55 #

ahhh... hnetusmjörskenningin!

Nú sá ég ljósið.. auðvitað þetta útskýrir allt :)