Örvitinn

Trúleysisofstæki

Getur einhver bent mér á dæmi um trúleysisofstæki?

Ég sá nefnilega fólk halda því fram að enginn munur sé á trúarofstæki og trúleysisofstæki. Ég get auðveldlega bent á mörg dæmi um trúarofstæki - þarf varla að hafa upptalningu hér. Get ekki séð að hið meinta trúleysisofstæki eigi margt sameiginlegt með slíku.

Getur verið að fólkið sem þykist engan mun sjá sé annað hvort greindarskert eða óheiðarlegt?

efahyggja
Athugasemdir

Svavar Kjarrval - 15/01/10 22:20 #

Neeeeeeiiiiii...ekki drekka úr þessu glasi!

Karl Jóhann - 15/01/10 23:18 #

Reikna með að skrif þín séu, alla vega að hluta til, tilkomin vegna færslu heimspeki-Hrannars. Af þeim að dæma er hann greindarskertur. Og virðist hafa snúið lífi sínu upp í baráttu gegn trúlausum.

Hvernig ætli hann líti á skoðanir efahyggjumanna á trúarbrögðum?

Matti - 15/01/10 23:36 #

Rétt til getið hjá þér, þetta er fyrst og fremst til komið út af glórulausum skrifum Hrannars og athugasemdum við þau.

Það þýðir ekkert að reyna að fá hann til að færa rök fyrir fullyrðingum sínum, hann kannast ekkert við skoðanir sínar eða fullyrðingar þegar á reynir.

Jón Frímann - 16/01/10 00:12 #

Hvaða Hrannar eru þið að tala um ? Ég hef gaman af því að lesa greindarskert rugl.

Haukur - 16/01/10 00:33 #

Getur einhver bent mér á dæmi um trúleysisofstæki?

Jájá - Albanía undir Hoxha, til dæmis. En kannski meintirðu "Getur einhver bent mér á dæmi um trúleysisofstæki á vesturlöndum í dag" eða eitthvað í þá áttina. Það er snúnara að svara því.

Matti - 16/01/10 00:36 #

Ég stórefast um að mannvitsbrekkurnar sem segja að enginn munur sé á trúarofstæki og trúleysisofstæki séu að vísa í Albaníu undir Hoxha - en dæmið er ágætt.

Hrannar þessu moggabloggar sem don.blog.is.

Haukur - 16/01/10 01:13 #

Ég tek undir að þetta er slæmur pistill hjá Hrannari. Ég sé líka að Hrannar aðhyllist skilgreiningu á trúfrelsi sem ég sagði einu sinni að væri "dæmigerður guðleysingjamisskilningur" og ég verð eiginlega að biðja guðleysingjana afsökunar því að Hrannar er með enn verra afbrigði af skilgreiningunni en ég var þá að gagnrýna :-)

Eva - 17/01/10 20:25 #

Það sem fólk á við með 'trúleysisofstæki' er það að umbera ekki siði og viðhorf sem eru viðtekin í smafélaginu. T.d. trúboð á leikskólum.

Öfgar eru ekkert annað en það sem víkur frá norminu. Það var t.d. kallað 'ofstæki' þegar ég bað um reyklausa vinnufundi fyrir 22 árum. Ofstækismenn eru þeir sem knýja fram stefnubreytingar til góðs eða ills. Þar sem ég álít trúleysi afskaplega gott mál er ég fullkomlega sátt við að vera ofstækistrúleysingi.

Matti - 17/01/10 23:09 #

Ég get alveg sætt mig við öfga- og ofstækisstimpilana. Það er samanburðurinn sem pirrar mig. Víst er munur á mér og öfgatrúmönnum, meira að segja heilmikill munur. Ég er ekki eins og Gunnar í Krossinum :-)