Örvitinn

Davíð og djöfullinn

Hlustaði á Davíð Þór "svara" spurningu um Djöfulinn í Morgunútvarpi Rásar 2. Skemmtilegt að hafa verðandi ríkiskirkjuprest í því að "svara" eilífðarspurningum í útvarpi allra landsmanna (ríkiskirkjan fær aldrei nóg pláss í útvarpinu) og það verður að segjast eins og er, DÞJ er búinn að ná heljargóðum tökum á því að "svara" að hætti ríkiskirkjupresta - blaðrar út og suður og svarar svo allt öðru en spurt var um.

Að sjálfsögðu byrjaði DÞJ á að segja að þetta væri spurning sem vísindi gætu ekki svarað. Djöfulsins bull og vitleysa, vísindi eiga gott svar við spurningunni um hvort Djöfullinn sé til.: Nei*.

Ef mark er tekið á löngu svari DÞJ í Morgunútvarpinu virðist hann ekki trúa á Gvuð frekar en ég. A.m.k. heyrðist mér niðurstaðan sú að Satan sé andstæða Gvuðs (hins góða) og væri einungis það sem freistar okkar. Ansi þykir mér þá lítið eftir af Jehóva ef hann er ekkert annað en það að standast freistingar.

Var að hlusta á jólasvar Davíðs (.mp3) þar sem spurt var um Jesúbarnið. Það þykir mér aftur á móti ansi gott og heiðarlegt svar. Þessi dagskrárliður ætti að heita trúmaður talar.

*Langa svarið væri væntanlega: "Nei, það er ekkert sem bendir til þess". Hvað ef við eigum bara við illskuna eða eitthvað allt annað? Þá er það einmitt eitthvað allt annað og um að gera að reyna að svara því sérstaklega.

kristni
Athugasemdir