Örvitinn

Pistill Óla Stef

Fyrst við erum að hlusta á pistla í Morgunútvarpi Rásar 2 verð ég að mæla með fyrsta pistli Ólafs Stefánssonar.

Það eru góðir punktar í þessu hjá Ólafi en... hann er helvíti góður í handbolta!

Óskaplega langar mig te.

Ýmislegt
Athugasemdir

Arngrímur - 18/01/10 11:43 #

Það eru allir að tala um þetta, en það virðist ekki vera séns að hlusta á þetta á makka.

Davíð - 18/01/10 13:13 #

Arngrímur, ef þú ert með flip4mac, og perian, þá virkar ruv.is mjög vel.....

Arngrímur - 18/01/10 14:08 #

Ég er með hvorttveggja. Rúv virkar yfirleitt fínt en ég hef einhverra hluta vegna ekki aðgang að þessum þætti.

Ég sé til hvort ég nenni að sækja allt skjalið.

Eyja - 18/01/10 16:37 #

Ég hlustaði á fyrstu tvær mínúturnar en gat ekki hugsað mér að fórna fleiri mínútum úr lífi mínu í þetta.

Ásgeir - 18/01/10 16:50 #

Ég á við sama vanda að stríða og Arngrímur. Hvað sagði hann?

Matti - 18/01/10 17:51 #

Bíddu, ég hélt þessir makkar væru svo æðislegir :-)

Hann sagði: "uh, þið þurfið ekkert að hlusta á mig frekar en þið viljið en sko, uh, þarna við þurfum að taka eftir því sem er í kringum okkur. Ég meina, hafið þið tekið eftir því að Landspítalinn er ekki ljósblár... o.sv.frv."

Eyja - 18/01/10 20:18 #

Gleymdu ekki byrjuninni. Hann hóf pistilinn á því að móðga hlustendur með því að röfla um að honum hefði verið boðið að vera með þessa pistla og hann hefði nú ekkert gefið sér tíma í þetta og bara hnoðað einhverju saman í hvelli um miðja nótt.

Hvernig er það, eiga ekki einhverjir fagmenn að sjá um mannaráðningar þarna hjá RÚV?

Már - 18/01/10 22:44 #

svo ku hann búa til alveg mean Royal búðing!

Ragnar - 19/01/10 01:39 #

Ég hlustaði.

Já, hann er góður í handbolta.

hildigunnur - 20/01/10 09:52 #

Makkar eru æðislegir - en ruv.is er hroðalega Windowsbaserað, Linuxfólk hatar síðuna enn meira en Makkafólk. Vinur minn sem vinnur hjá ruv er margbúinn að biðja um að vefurinn sé aðeins víðari en fær bara svörin - "en þaða eru allir með Windows"...

Gula pressan um þetta er annars snilld!

Henrý Þór - 20/01/10 10:17 #

Matti: Var einmitt að fara að kommenta hérna og benda þér á hvað ég er mikill ritþjófur :)

Matti - 20/01/10 10:58 #

Mér fannst þetta kunnuglegt :-)

Óli Gneisti - 20/01/10 11:32 #

Eru þessar athugasemdir í myndinni beint uppúr pistlinum?

Henrý Þór - 20/01/10 14:08 #

Óli: já, kannski nokkrar klippingar hér og þar, en svona upplifði ég pistilinn