Örvitinn

Ritskoðaður á Eyjunni

Ég get svo svarið að ég skrifaði athugasemd við þessa "frétt" Eyjunnar í dag. Benti í athugasemd minni á að fréttin væri slúður eða dylgjur og skrifaði svo dylgjur um Eyjuna sem byggðu á nafnlausum heimildum líkt og "fréttin". Augljóslega var ég með því að leggja áherslu á mál mitt en hugsanlega var henni eytt vegna þess að heimildarmenn mínir (sem að sjálfsögðu eru ekki til) hafa haft rétt fyrir sér og Eyjan er fjármögnuð með eiturlyfjagróða. Ég er svo aldeilis hissa, ég hélt ég hefði bara verið að skálda eitthvað.

Ákaflega þykir mér lélegt hjá Eyjunni að henda athugasemdinni. Satt að segja missti ég allt álit á þessum vefmiðli, það er moggabloggsfnykur af þessu.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Rósa - 19/01/10 23:07 #

Er það slúður eða dylgjur af því ekki eru gefnar upp heimildir? Kommon - eigum við ekki líka bara að loka á Wikileaks?

Matti - 19/01/10 23:11 #

Já, að sjálfsögðu enda ber blaðafulltrúi bankans þetta til baka. Sá hluti fréttarinnar var ekki í upprunalegu útgáfunni heldur er það viðbót. Auk þess var tekin út setning sem var í upphaflegu fréttinni.

Hversu mikla rannsóknarvinnu hefði Eyjan þurft að vinna til að finna hvaða fasteign er um að ræða eða hvaða sumarbústaðalóðir? Þetta eru væntanlega opinberar upplýsingar.

Ég hef lagt meiri vinnu í bloggfærslur heldur en Eyjan lagði í þessa frétt.

En þar fyrir utan, þykir þér ástæða til að eyða athugasemd frá mér?

Lissy - 19/01/10 23:15 #

Maybe Eyjan has the same problem Facebook does. Comments there get lost all the time, for no explicable reason. Even ones I have posted myself to my own page and see once aren't there the next time I go to my profile.

Matti - 20/01/10 08:52 #

Nei það er mjög ósennilegt, athugasemdinni var einfaldlega eytt.

Celeb Jihad - 23/01/10 08:12 #

Ég benti þeim á að ein slúðurfréttin þeirra væri byggð á grínsíðu, en því var fljótlega eytt.

Þeir virðast ekki vilja hafa rangt fyrir sér og taka einfaldlega 1984/sjálfstæðisflokksleiðina ef svo ólíklega vill til að staðreyndir séu þeim í óhag.

Matti - 23/01/10 10:41 #

Það þykir mér ótrúlega lágkúrulegt hjá Eyjunni.