Julie & Julia
Það kemur eflaust fáum á óvart en ég hafði óskaplega gaman að Julie & Julia. Ég meina, myndin fjallar um blogg og matargerð.
Kíkti aðeins á bloggið sem myndin fjallar um og las fyrstu færslurnar.
Meðan við vorum að horfa á myndina langaði mig óskaplega að spá meira í eldamennsku og fékk allt í einu dálítinn metnað fyrir matargerð, fór að plana stórvirki! Ég ætla samt ekki að elda allar uppskriftirnar í Silfurskeiðinni en ég þarf að fara að prófa eitthvað nýtt.
Bragi Skaftason - 23/01/10 01:41 #
Velkominn í hópinn. Boeuf Bourgingnon er á dagskrá bráðlega hjá mér.
Þórunn - 23/01/10 18:24 #
Sá myndina í sumar og kveikti í mér að snúa mér meir af 'alvöru' eldamennsku. Ekkert fusion krapp. Annars er ég sammála að þessi mynd er sem sniðin fyrir þig og ef þú bloggaðir meira um mat þá kæmir þú þér kannski síður í vandræði ;-)
Sirrý - 23/01/10 20:36 #
úhhh get ég þá farið að láta mig hlakka geðveikt mikil til laugardagsins ?
hildigunnur - 25/01/10 00:21 #
Bragi, farðu að hlakka til, Boeuf Bourguignonne er góður matur :D
Við reynum að hafa alltaf minnst einn tilraunarétt í viku, slatti af þeim er auðvitað bara eldaður í það eina skipti en ég hef enga tölu á réttum sem eru komnir á fastalistann. Gríðarlega skemmtilegt.