Örvitinn

Sex sekúndur

Sex sekúndum áður en þú tekur meðvitaða ákvörðun* er hægt að sjá hvað þú mun velja! Sá sem fylgist með heilavirkni þinni veit hvað þú ætlar að gera á undan þér.

* A.m.k. í þeirri tilraun sem fjallað er um í þessu myndbandi.

vísindi
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 24/01/10 16:50 #

Þetta skapar áhugaverða möguleika. T.d. gæti verið gaman að horfa sjálfur á sitt eigið heilaaktívítet og vita þá sjálfur 6 sex sekúndum á undan manni sjálfum hvað maður ætlar að velja. :)

Matti - 24/01/10 16:53 #

Ætli maður geti ákveðið að framkvæma alltaf öfugt við það sem heilinn er búinn að ákveða?

arnold@arnold.is - 24/01/10 18:02 #

Annars finnst mér fyndin lokasenan þegar hann situr á tröppunum og er í sjokki (eða þykist vera það) yrir þessari reynslu sinni :)

Þessi vitneskja er kjörin fyrir samsæriskenningarfólk eins og þennan sem koma hérna fyrir einhverju síðan. Þessi sem fæddist ekki í gegnum leg kvennmanns. Man ekki hvað hann hetir. Heilum okkar er víst stjórnað í gegn um sjónvarpið og ég veit ekki hvað. Við erum víst viljalaus og undir kontrol stjórnvalda :)

Matti - 24/01/10 18:22 #

Þess má geta að þessi náungi tók við starfinu hans Dawkins, sem Professor of public understanding of Science í boði ungverjans frá Microsoft.

Birgir Baldursson - 25/01/10 02:31 #

Ætli maður geti ákveðið að framkvæma alltaf öfugt við það sem heilinn er búinn að ákveða?

Ef þú ákveður að gera öfugt við það sem skanninn segir að þú munir gera, mun skanninn líka sýna þér að með 6 sekúndna fyrirvara. Og þá þarftu að ákveða hvort þú ætlir að gera öfugt við það. Þetta verður þannig endalaus uppreisnarlúppa og þú munt aldrei geta gert neitt öfugt við neitt.

Sindri Guðjónsson - 25/01/10 13:57 #

"Ætli maður geti ákveðið að framkvæma alltaf öfugt við það sem heilinn er búinn að ákveða?"

Nei, vegna þess að ÞÚ ákveður það sem heilinn er búinn að ákveða. Þú ert heilinn í þér ef svo má segja. "There is no ghost in the machine, you are the machine" Ein af uppáhalds bókunum mínum, The Blank Slate fjallar annars mjög skemmtilega um eðli heilans og meðvitundina og allt það.

Sindri Guðjónsson - 25/01/10 14:00 #

Ég missti einhvernveginn af athugasemdinni hans Birgis sem kom fyrst...

Sindri Guðjónsson - 25/01/10 14:03 #

ss, ég skyldi ekki spurninguna hans Matta fyrr en ég las það sem Birgir skrifaði.

Þorsteinn - 26/01/10 00:44 #

en ætli það sé þá hægt að vinna í því og æfa sig að ná þessum tíma niður? Vera duglegur að æfa sig í að taka algjörar slembiákvarðanir o.s.frv.? Ná þessu niður í eins og 2-3 sek :)