Örvitinn

Dómstólaleiðin

Segjum sem svo að dómstólaleiðin yrði farin. Það tæki eflaust nokkur ár, allt yrði í frosti á meðan.

Ímyndum okkur að niðurstaðan yrði óskaplega óhagstæð, miklu verri en þeir samningar sem við höfum gert. Það er nefnilega ekkert gefið að dómstólar myndu dæma okkur í hag þó sumir haldi annað, við gætum skíttapað.

Myndum við þá neita að lúta niðurstöðu dómstólsins og krefjast þess að samningaleiðin yrði farin eða væri fólk kannski bara búið að koma sér vel fyrir í Noregi og hætt að nenna þessu?

pólitík
Athugasemdir

Svenni - 25/01/10 11:27 #

Hmm...

Hvaða "allt" yrði í frosti á meðan og af hverju? Þetta er svona almenn staðhæfing sem er mikið endurtekin en aldrei skýrð.

Matti - 25/01/10 11:31 #

Þá svona svipað og staðhæfingin um að við þurfum ekki að borga Icesave?

Baldur Kristjánsson - 25/01/10 11:33 #

Góður, það er þegar farið að frysta! Kv. B

Einar Örn - 25/01/10 11:36 #

"Hvaða "allt" yrði í frosti á meðan og af hverju"

Vegna þess að á meðan yrðu væntanlega ekki kláruð lán frá AGS og Norðurlöndunum. Ef þau koma inn þá eiga Íslendingar einfaldlega ekki nægilega mikinn gjaldeyri til að standa við sínar skuldbindingar (jafnvel þótt við myndum sleppa Icesave alveg).

Sem þýðir væntanlega að hér þyrfti að setja á innflutningshömlur (bara leyfa innkaup á nauðsynjavörum til landsins) og slíkt. Við getum prentað endalaust af krónum, en ef við eigum ekki erlendan gjaldeyri þá erum við í ruglinu.

Einar Örn - 25/01/10 11:37 #

Ef þau koma ekki inn...

Svenni - 25/01/10 11:43 #

"Við getum prentað endalaust af krónum, en ef við eigum ekki erlendan gjaldeyri þá erum við í ruglinu."

Sem er einmitt ástæðan fyrir því að við munum eiga í verulegum vandræðum bara með vextina af Icesave sem greiðast í pundum.

Hver veit svo hvað verður um þetta blessaða eignasafn sem enginn hefur séð en allir þykjast vita hvað fæst fyrir á endanum. Eða þá hvað verður með verðbólgu hér og í bretlandi...gengi gjaldmiðla, hagvöxt, viðsktiptajöfnuð og fleira og fleira sem þarf að ganga á besta mögulega veg svo við eigum séns að greiða þetta.

Matti - 25/01/10 11:47 #

Þá er gott að við þurfum ekkert að greiða, hvorki afborganir né vexti, fyrr en að sjö árum liðnum. Þá verður vonandi komið í ljós hversu mikið fæst fyrir eignasafnið.

fleira sem þarf að ganga á besta mögulega veg svo við eigum séns að greiða þetta.

Hvað ef dómur fellur ekki með okkur og við þurfum að greiða miklu meira? Út á það gekk þessi bloggfærsla um dómstólaleiðina. Umræðan virðist gera ráð fyrir að niðurstaða dómstóla yrði hagstæðari en þeir samningar sem við höfum gert. Ég er að benda á að það er alls ekki gefið.

Svenni - 25/01/10 12:01 #

Vextir reiknast frá 1. febrúar 2009. Engin sjö ára pása þar.

Það er margt sem gæti spilað inn í dómsmál. T.d. hryðjuverkalög og þeirra þáttur í falli Landsbankans. Innstæðutryggingasjóðurinn tryggði 20.000 og eitthvað evrur hámark. Erfitt að sjá hvernig væri hægt að dæma ríkissjóð (sem er by the way annar sjóður) til að borga hærra en það.

Sindri Guðjónsson - 25/01/10 12:12 #

Mér var á sínum tíma mein illa við Steingrím (og VG yfir höfuð), og leit á hann sem vitfirring, af því að hann talaði um að fara dómstóla leiðina, skila lánum frá AGS, og svo framvegis. Nú er hann skyndilega orðinn ábyrgur, sem er gott, og margir þeirra sem voru ábyrgir eru orðnir óábyrgir (sem er grátlegt).

Íslenska ríkið er þegar marg sinnið búið að viðurkenna greiðsluskyldu, t.a.m. með lögunum sem sett voru með öllum fyrirvörunum (einhliða samningurinn við Breta og Hollendinga :þ ), það út af fyrir sig gerir réttarstöðu okkar mjög erfiða.

Sindri Guðjónsson - 25/01/10 12:13 #

Ég er annars með svo lélega nettenginu núna, að ég get ekki horft á Steingrím á ÍNN, því miður. Væri gaman að sjá hvað hann er að segja.

Matti - 25/01/10 12:54 #

Vextir reiknast frá 1. febrúar 2009. Engin sjö ára pása þar.

Það veit ég vel, en við byrjum ekki að greiða þá fyrr en eftir sjö ár.

T.d. hryðjuverkalög og þeirra þáttur í falli Landsbankans.

Æi kommon, Landsbankinn féll ekki útaf hryðjuverkalögunum.

Innstæðutryggingasjóðurinn tryggði 20.000 og eitthvað evrur hámark.

Sem er einmitt það sem við tökum á okkur þrátt fyrir að hafa greitt inneignir hér á landi upp í topp.

Erfitt að sjá hvernig væri hægt að dæma ríkissjóð (sem er by the way annar sjóður) til að borga hærra en það.

Það væri hægt að dæma hann til að borga upp í topp. Það væri hægt að dæma hann til að borga strax (ekkert lán á 5.5% vöxtum, enginn frestur með afborganir). Það er ýmislegt miklu verra í stöðunni heldur en það sem við höfum í dag.