Örvitinn

Skýrslan

Ég legg til að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verði gefin út í mörgum lotum, eitt kver í viku. Kverin fengju svo titil eftir innihaldi, þannig væri eitt kennt við Davíð, annað Bjöggana, þriðja við Bónusfeðga og svo framvegis. Umræðan í þjóðfélaginu yrði markvissari, hægt að ræða átt mál í einu í stað þess að allir rembist við að fletta í gegnum doðrant til að finna eitthvað bitastætt.

Þá þarf ekki að fresta birtingu þó eitthvað nýtt komi í ljós heldur hægt að gefa út nýjan bækling.

Samfélagið má ekki við þessu frestunarkjaftæði.

pólitík