Örvitinn

Stephen Fry í Bandaríkjunum

Stephen Fry Það þarf ekkert að deila um það að Stephen Fry er snillingur.

Í kvöld sýndi RÚV fyrsta þáttinn í sjónvarpsseríu hans um Bandaríkin. Þegar ég glápti rifjaðist upp fyrir mér að síðast þegar við hjónin fórum til útlanda, helgina sem Ísland hrundi, röltum við framhjá bókabúð þar sem Stephen Fry var að árita bók sína um sama efni.

Mikið hrikalega hef ég verið mikill túristi þegar ég rölti inn í bókabúðina og tók myndir af fræga karlinum sem var að árita bækur.

Ég keypti bókina samt ekki, þótti hún ekki áhugaverð. Sjónvarpsþáttur kvöldins var aftur á móti skemmtilegur.



Ýmislegt
Athugasemdir

Teitur Atlason - 26/01/10 07:11 #

Flott ljósmynd. Þú nærð glettninni í andliti Stephens listavel.

Tinna G. Gígja - 26/01/10 10:31 #

Já, þú hlýtur að hafa verið með rosalega góða myndavél!

Mummi - 26/01/10 14:49 #

Lol.. það versta sem hægt er að segja við ljósmyndara :-D