Örvitinn

PZ Myers svarar spurningum

PZ Myers svarar spurningum frá reddit.

Svarið við spurningunni sem hann les þegar 4 mínútur og 8 sekúndur eru liðnar af myndbandinu hitti í mark. Samskiptin milli hans og sköpunarsinna sem hann lýsir í því svari eru nákvæmlega eins og samskiptin milli Vantrúar og ríkiskirkjunnar. Við vísum á þá þegar við gagnrýnum, við vitnum í orð þeirra. Þeir dylgja og vísa aldrei. Undanfarið hefur Vantrú t.d. birt viðtöl við presta sem ég hefði haldið að myndu vekja áhuga ríkiskirkjufólks en enginn hefur vísað eða tjáð sig.

Mæli með því að þið horfið til enda, PZ Myers er klár náungi.

efahyggja
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 28/01/10 19:57 #

Já, og svo er Þjóðkirkjufólkið sífellt að tala um nauðsyn samræðunnar til aukins skilnings og umburðarlyndis. Maður gæti haldið að þetta fólk hefði vondan málstað að verja fyrst það forðast svona samræðuna við okkur.

En þetta gildir auðvitað ekki um viðmælendur Sunnudagaskólans og nokkra aðra sem alla jafna eru til í skoðanaskipti. Húrra fyrir þeim!