Örvitinn

Tilvitnanir

Stundum þegar vitnað er í texta eru notaðir þrír punktar til merkis um að ekki sé vitnað í allan textann. Þetta er eðlilegt.

Mér þykir ekki alveg eðlilegt þegar punktarnir koma í stað jafn margra eða færri bókstafa! Ég sá nefnilega tilvitnun í sjálfan mig þar sem vitnað var svona:

... mér finnst fáránlegt að það...

Tilvitnunin var lengri, ég nenni ekki að setja hana alla inn og set því þrjá punkta að lokum, fremri þrír punktarnir voru í tilvitnuninni til merkis um að ekki væri byrjað á byrjun textans. Hvernig byrjar hann? Ég feitletra það sem var tekið út.

mér finnst fáránlegt að það... #

Sá sem vitnaði í mig sleppti semsagt tveim fyrstu stöfum textans en setti í staðin þrjá punkta. Að sjálfsögðu var einnig bara vitnað í fyrstu setningu en ekki þær sem á eftir koma eða bloggfærsluna sem um ræðir. Kannski eru þetta hefðbundin vinnubrögð en mér finnst þetta skrítið og dálítið skemmtilegt :-)

Ýmislegt
Athugasemdir

Svavar Kjarrval - 29/01/10 17:29 #

Ef þú spáir í það, þá tók hann út bilið líka svo hann skipti út þrem táknum fyrir önnur þrjú. Ef maður spáir í hversu mikið blek það tæki að prenta þá út... :þ

Matti - 29/01/10 22:33 #

Mín mistök, það var stafabil á eftir punktunum þremur :-)