Örvitinn

Mega prestar svindla í prófkjöri?

Óli Gneisti skrifar um að séra Bjarni Karlsson sigraði Dofra Hermannsson með átta atkvæðum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Séra Bjarni braut prófkjörsreglur með því að auglýsa í fjölmiðlum. Það er sennilegt að sú auglýsing hafi fært prestinum a.m.k. átta atkvæði.

Að mínu mati er hið eina siðferðislega rétta í stöðunni fyrir prestinn að taka ekki sæti á lista og reyna aftur síðar án þess að svindla.

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 31/01/10 14:01 #

Guð er væntanlega búinn að fyrirgefa honum. Er það ekki bara nóg?

Matti - 31/01/10 14:09 #

Jú, ætli það ekki. Guð sér um sína. Sá yðar sem syndlaus er... hver hefur ekki brotið reglur í samkeppni og náð smá forskoti útaf því?

Gunnar J Briem - 31/01/10 14:19 #

Mér finnst ekki augljóst hvort hann græddi eða tapaði atkvæðum á þessari auglýsingu. Þetta kom ekki vel út fyrir hann.

Óli Gneisti - 31/01/10 14:36 #

Umræðan um þetta var svo takmörkuð að ég get ekki ímyndað mér annað en að hann hafi grætt á þessu.

Matti - 31/01/10 14:39 #

Siðferðislega dæmið er óháð því hvort hann græddi á svindlinu eða ekki. Hann braut reglurnar og ætti að hafa vit og siðferðisþroska til að afþakka sæti á lista. Næst þegar hann býður sig fram gætir hann þess vandlega að brjóta ekki reglur.