Örvitinn

Græðgi útlendinga

Baldur McQueen fjallar um lygasögurnar um gráðuga erlenda innistæðueigendur sem geta sjálfum sér um kennt. Klikkhausinn í Silfrinu í gær er ekki sá fyrsti sem heldur því fram að útlendingar sem settu peninga í Icesave hafi verið að taka mikla áhættu, margir íslendingar hafa sagt það sama. T.d. sagði einn þátttakandi í forvali VG í Reykjavík þetta á sínum tíma.

Einhverjir vitleysingar (fagfjárfestar) lögðu peninga á reikning í Hollandi án þess að kynna sér áhættuna (eða ákváðu að taka hana og færa hana síðan yfir á okkur) og við eigum að borga brúsann. #

vísanir
Athugasemdir

Einar K. - 01/02/10 10:25 #

"Klikkhausinn" fór ekki með rangt mál í Silfrinu. Samfylkingarpenninn Baldur skrifar þarna færslu um þátt sem hann horfði ekki á.

Hér skein loks sól á hundsrass, agalegt að þurfa að taka undir með þessum manni:

http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1012719/

Keiser er flottur.

Matti - 01/02/10 10:30 #

Keiser bullaði einfaldlega og Baldur hrekur bullið um að innistæðueigendur í Bretlandi hafi verið að taka áhættu. Keiser fór svo hressilega yfir strikið þegar hann fór að tala um dauðarefsingar.

Ég sé ekki hverju þessu maður bætti við umræðuna.

Kristinn - 01/02/10 11:09 #

Þeir sem vilja trúa því að við getum bara neitað að borga, nota hvað sem er til að festa þá trú í sessi. Til dæmis að þetta sé bara þeim sjálfum að kenna.

Hugsanlega má fara dómstólaleiðina og hugsanlega er besta lendingin einhverstaðar á þeim væng, en það er ekki af því að við séum ekki búin að skíta upp á bak og Hollendingar og Bretar hefðu bara átt að vita betur.

Kjörnir fultrúar þjóðarinnar og seðlabankastjóri fullyrtu í bak og fyrir við þesa þjóðir að þetta væru gulltryggðar innistæður. Það er því bull að halda því fram að þetta sé bara "shit happens" og allir hressir.

Það er engan veginn skýr siðferðileg niðurstaða að við eigum ekki að borga, það kann þó að vera hægt að færa rök fyrir þeirri afstöðu, en þetta gjamm í Keiser og félögum er fyrir neðan allar hellur.

Einar K. - 01/02/10 11:38 #

Dómstólaleiðin er vitanlega málið.

Til að taka allan vafa af þá þykir mér þessi umræða um áhættusækni innistæðueigenda tómt prump. Er sammála síðuhöfundi þar. Flest annað sem Keiser sagði meikaði sens.

Innistæðueigendur voru bara peð í taflinu líkt og hinn almenni Íslendingur. Hvorugum er um að kenna.

Þegar allt kemur til alls þá ber okkur ekki að greiða þetta. Staðreyndin er; við getum það ekki.

Þjóðin stendur ekki undir gamblinu í þessum 30+ spilafíklum sem komu öllu á kaldan klaka. Ef menn skilja hismið frá kjarnanum þá hefur ávöxtunarvon sparifjáreigenda ekkert með þetta að gera.

Lausnin er lagalegs eðlis. Ég og megnið af þjóðinni er ekki tilbúinn til að lúffa eins og hundur að hætti Samfylkingarinnar fyrir miða inn í ESB.

Báðir aðilar þurfa þó að halda sig við kjarna málsins. Áhættusækni þessa fólks skiptir þar ekki máli. Þeir treystu þessum fíflum eins og við hin.

Matti - 01/02/10 11:41 #

Varðandi dómstólaleiðina, þá verður fólk að velta fyrir sér þeim möguleika að við töpum og endum með því að þurfa að greiða meira. Það er ekkert sjálfgefið að dómstólar úrskurði okkur í hag.

Einar K. - 01/02/10 11:51 #

Við skíttöpum líka með því að lúffa í þessu máli. Það er staðreynd, enda vafi á að okkur beri skylda til.

Ég les bloggið þitt og Fasbókina reglulega. Er gjörsamlega á öndverðum meiði við þig í flestum skrifum þínum um Icesave deiluna.

Þú hittir stundum á valid punkta þó ég sé þér oftast ósammála. Enda máttu eiga það að þú ert með málefnalegri bloggurum sem maður les, þó þú sért úti á túni núna í sparðatíningnum. :)

Valid punktur þinn og Baldurs hér er sá að innistæðueigendunum er ekki um að kenna.

Það breytir samt ekki heildarmyndinni. Það eru sterkar líkur á að regluverkið sé okkur hliðhollt í þessu máli.

Matti - 01/02/10 11:56 #

Við skíttöpum líka með því að lúffa í þessu máli. Það er staðreynd, enda vafi á að okkur beri skylda til.

Stundum snúast ákvarðanir skásta kostinn, ekki þann besta. Ég held að þetta mál sé dæmi um slíkt.

Ég hef t.d. verið þeirrar skoðunar að best hefði verið að samþykkja þennan samning, nýta sjö ár til að hámarka verðmæti eigna Landsbankans og fá viðsemjendur okkar svo aftur að samningaborðinu ef það sem eftir stendur reynist þungur baggi.

Það eru sterkar líkur á að regluverkið sé okkur hliðhollt í þessu máli.

Ég held nefnilega ekki að þær séu sterkar. Breskir sérfræðingar hafa nefnt töluna 60/40 gegn okkur og þótt við sigrum þá er ekki þar með sagt að við þurfum ekki að borga.

Einar K. - 01/02/10 14:15 #

Eignir Landsbankans eru óráðin stærð og enn eitt gamblið að treysta á þær. Ef þú telur það skársta kostinn þá er full ástæða til svartsýni. Ertu með tölur yfir það hversu mikið þær eignir rýrnuðu við beitingu hryðjuverkalaganna af hálfu fráfarandi stjórnarliðanna í Verkamannaflokknum? Við höfum réttlætismál að reka líkt og innistæðueigendurnir. Ábyrgð litla mannsins á gólfinu hér á landi er ekki til staðar - hið annars meingallaða regluverk er afdráttarlaust í þeim efnum. Annar öfgapési á Moggablogginu hefur margskýrt það svo ekki verður um villst, Loftur Altice. Illt að þurfa að vitna í þessa tvo kóna máli sínu til stuðnings. Hins vegar ratast stundum kjöftugum á rétt. Ég gef lítið fyrir 60/40 statistíkina þína. Þessa röksemdafærslu skoðanabróður þíns er mér aukinheldur fyrirmunað að skilja: http://www.baldurmcqueen.com/index.php/Vefsiour/Mon-Vs-Bretland.html

Við verðum að láta okkur nægja að vera einhuga varðandi trúmál. Þarna náum við seint lendingu sýnist mér. Frekar en að endurtaka sjálfan mig og málflutning nei-manna undanfarna mánuði læt ég gott heita hér. ;)

Matti - 01/02/10 14:20 #

Eignir Landsbankans eru óráðin stærð og enn eitt gamblið að treysta á þær

Já en samt ekki svo óráðin. Hluti eignanna eru traustar og hafa nú þegar hækkað töluvert í verði. Nú stefnir í að þessar eignir standi undir um 90% af Icesave skuldbindingu.

Í alvöru talað, Jón Valur og Loftur! Þú hlýtur að sjá að það hljóta að vera gallar í málflutningi þínum þegar þú vísar á þessa tvo :-)

Matti - 01/02/10 14:30 #

Já og 60/40 statistíkin er ekki mín heldur var ég að vitna í aðra. Hér er t.d. minnst á hana.

“The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement,” Dr. Waibel argues, encouraging the UK and the Netherlands to “start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage.”

Einar K. - 01/02/10 14:41 #

"Já og 60/40 statistíkin er ekki mín heldur var ég að vitna í aðra."

Ég þóttist nú vita það.

"Í alvöru talað, Jón Valur og Loftur! Þú hlýtur að sjá að það hljóta að vera gallar í málflutningi þínum þegar þú vísar á þessa tvo :-)"

Það er gripið til allra tiltækra öþrifaráða þegar kemur að því að reyna að berja viti í ykkur landráðapakkið. :)

Ég býð jafntefli á þetta. Ólík sjónarmið okkar hafa komið fram. Hef reynt að forðast það eins og heitan eldinn að kommenta á færslur þínar um þetta mál. Enda ekki síður þrasgjarn sjálfur.

Þetta er væntanlega engum til ánægju og farið að verða spegilmynd af umræðunni síðustu mánuði.

Tíminn leiðir þetta í ljós líkt og flest annað. Ég segi 'NEI' með hástöfum í byrjun mars.

baldur mcqueen - 01/02/10 15:07 #

Takk fyrir vísunina Matti.

Lesendahópurinn tvöfaldaðist, úr tveim í fjóra, eða þar um bil :-)

Einar hvet ég til að senda inn spurningu varðandi Mön ef eitthvað er óljóst - leiðbeiningar um hvernig hafa skal samband eru....og hafa ævinlega verið...í lok þess bloggs.

Það er flókið mál, í sumu, og alls ekki víst bloggið sé villulaust - en ég verð þá að fá að heyra af því ef menn telja mig fara með rangt mál.

Tekið skal fram að "Samband" formið hjá mér má fylla út með gælunafni og röngu tölvupóstfangi, vilji menn síður nota rétt nafn. Ef sú leið er farin og spurningin "meikar sens" skal ég þá reyna að bæta henni - og svari - við í lok bloggsins

Matti - 01/02/10 15:07 #

Ég skal taka jafntefli, legg þó áherslu á að ég lúffa ekki fyrir Jón Val og Loft :-)

Það var lítið Baldur. Þú veitir nauðsynlegt mótvægi við megnið af því sem skrifað er um þessi mál.