Örvitinn

Vonbrigðin miklu

Maður getur lært margt af Stephen Fry. Ég verð t.d. að játa að ég vissi ekkert um Vonbrigðin miklu (The Great Disappoinment) og Millerisma áður en ég sá þetta myndband.

Í stuttu máli, þá spáði William Miller því að Jesús myndi koma aftur 22. október 1844. Þúsundir fylgismanna trúðu þessu margir seldu allar eigur sínar, en Jesús kom ekki og fylgjendur Miller urður óskaplega svekktir. Upp úr þessu spruttu Sjöunda dags aðventistar og fleiri trúarhópar.

(via reddit)

kristni
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 01/02/10 15:31 #

Uss, þarna kemurðu meðal annars upp um það að þú hafir ekki lesið þessa bók

En það er afskaplega fyndið að Aðventistar halda því fram að spádómurinn rættist árið 1844! Miller bara fattaði ekki að það sem átti að gerast árið 1844 var það að Jesús átti að fara inn í eitthvað hof á himnum.

Matti - 01/02/10 15:34 #

Já fjandakornið, ég á eftir að lesa þessa bók og margar fleiri - bölvuð leti :-)

Már - 02/02/10 08:01 #

QI eru alveg bestu þættir í heimi. Það mætti alveg endurskapa svipaða þætti í íslensku sjónvarpi.

Mummi - 02/02/10 08:21 #

Já eða bara sýna QI. Íslendingar eiga engan Stephen Fry.

En nei ég gleymdi, peningum okkar er víst betur varið í Private Practice, Army Wives og aðra álíka gæðaþætti.

Tinna G. Gígja - 02/02/10 17:33 #

Já, QI ætti að vera skylduáhorf. Mín vegna mætti setja upp heila stöð sem eingöngu sendir út efni með Stephen Fry.

hildigunnur - 03/02/10 12:28 #

játs, sýna QI! Í ríkissjónvarpinu takk!

Már - 03/02/10 14:18 #

Mögulega mætti semja um endurgreiðslu Icesave lánsins með innkaupum á efni frá BBC? #justathought