Örvitinn

Prófkjörið

Ég lagði jeppanum við þarnæstu götu og við gengum að kjörstað. Það lítur betur út þegar kosið er hjá VG :-) Reyndar fékk ég ekki bílastæði beint fyrir framan en hitt hljómar betur.

Flestir sem ég kaus fengu fína kosningu, fjórir meðal sex efstu og Vésteinn getur verið sáttur við áttunda sæti. Sem betur fer fékk kreppukerlingin ekki góða kosningu.

Eftir að hafa kosið komum við við í Nóatúni og keyptum kjöt. Ég hefði grillað ef það væri sumar, bara til að kolefnisjafna þetta.

Mér finnst eins og atkvæði greitt í prófkjöri hafi eitthvað að segja. Maður fær yfirleitt ekki þá tilfinningu eftir aðrar kosningar.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 07/02/10 20:48 #

Hver er kreppukerlingin?