Örvitinn

Kryppa, samsæri og Örvitinn

Bullukollavefritið Kryppa vísar á mig í pistli um samsæriskenningar og segir:

Einn dyggur lesandi Kryppunar.com er t.d. í heilagri herferð gegn þeim sem ekki samþykkja allt sem stjórnvöld segja.

Í fyrsta lagi vil ég frábiðja mér svona skítadylgjur, ég er ákaflega ódyggur lesandi kryppunnar :-) Ég hef aftur á móti sett inn tvær eða þrjár athugasemdir varðandi bólusetningar sem kryppuliðar trúa ekki á. Ætli það dugi ekki til að ég sé meðal þeirra dyggustu lesenda.

Ekki vissi ég af þessari heilögu herferð minni gegn þeim sem andmæla stjórnvöldum. Þetta kemur mér satt að segja dálítið á óvart, hvað veit Kryppa sem ég veit ekki?

En í staðin fyrir að gera vísindalegar prófanir sjálfur finnur hann einhverja spekinga á netinu og gerir þær skoðanir að sínum.

Getur einhver bent mér á "vísindalegar prófanir" sem liðið á Kryppu hefur gert? Nei, ég reyni vissulega að kynna mér skrif annarra "spekinga" um þessi mál og geri þær skoðanir að mínum sem mér þykja best rökstuddar.

Gott og vel kannski hafa spekingarnir hans meira rétta fyrir sér en þeir sem Elías vitnar í en hvað fær fólk til að verja stjórnvöld fyrir svona gagnrýni.

Þetta er óborganlegt. Spurningunni er svarað í þessari setningu, í þessu tilviki ver ég stjórnvöld fyrir svona gagnrýni vegna þess að "mínir spekingar" hafa meira rétt fyrir sér. Það sem fær mig til að verja hvern sem er fyrir "gagnrýni" er sannleikurinn. Ég vil komast að því sem er rétt þó ég þurfi af og til að skipta um skoðun vegna þess að í ljós kemur að ég hafði rangt fyrir mér.

Og ekki er þetta áhugi á sannleikanum því öllum mótrökum er sturtað niður með hæðnisglotti. Nei, þessi hetjulega baráttu á sér einhverjar aðrar skýringar.
...
Þeir sem berjast gegn gagnrýni á ríkjandi stjórnvöld án sýnilegra beinna hagsmuna eru því kannski eins og trúaði alkóhólistinn. Ef einhver minnsti efi um sannleiksgildi opinberra fréttatilkynninga kemst að þá hrynur líf viðkomandi til grunna. Hvers vegna er síðan efni í nýja samsæriskenningu.

Æi, hvað get ég eiginlega sagt? Höfundurinn segir um sjálfan sig að "[hann sé] örlítið þroskaskertur en það [komi] ekki að sök".

Já! (hæðnisglott).

aðdáendur samsæriskenningar
Athugasemdir

Henrý Þór - 09/02/10 13:14 #

Þetta hefur haft tilætlaðan árangur, ég vissi ekki að til væri eitthvað vefrit sem héti Kryppa fyrr en ég las þessa færslu :)

Matti - 09/02/10 13:22 #

Ég vil að sem flestir skoði Kryppu en muni bara að gera það með gagnrýnu hugarfari :-)

Tinna G. Gígja - 09/02/10 13:24 #

Einhvernveginn hafði þessi síða alveg sloppið fram hjá mér. Þetta eru nú meiri vitleysingarnir...

Helgi Briem - 09/02/10 13:30 #

Fyrir einskæra tilviljun rakst ég einmitt á þetta furðulega bullukollavefrit í morgun, ótengt þinni færslu.

Alveg óborganlegt rugl.

Freyr - 09/02/10 14:43 #

En Matti, er ekki alveg óþarfi hjá þér að skrifa annað en: "Kryppa vísar á mig. Höfundurinn segir um sjálfan sig að "[hann sé] örlítið þroskaskertur en það [komi] ekki að sök".". Svona eins og Jónas myndi segja, skrifa kjarnyrtan texta og halda sig við staðreyndir.

Matti - 09/02/10 14:46 #

Höfundur segir það í alvöru. Spurningin er hvort ég eigi að standa í að rökræða við hann? Væri honum einhver greiði gerður með því? Væri ekki hægt að segja að það væri eiginlega illa gert af mér?

Auk þess legg ég það í vana minn að sturta öllum mótrökum niður með hæðnisglotti!

Svavar Kjarrval - 09/02/10 16:41 #

Ég hefði frekar skrifað "sannleikurinn eins og ég sé hann" í staðinn fyrir "sannleikurinn". Annars ferðu að hljóma eins og Jesús. :þ

Matti - 09/02/10 16:44 #

Ég tek fram í næstu setningu að ég sé tilbúinn að skipta um skoðun ef í ljós kemur að ég hafði rangt fyrir mér. Það greinir mig frá Jesús ;-)

Freyr - 09/02/10 20:24 #

Ég veit að hann skrifar það sjálfur. Þú hefur ekki tekið eftir tvöföldu gæsalöppunum í endanum hjá mér. Þetta er líka kauðslegt. Þú hefðir sem sagt átt að skrifa (og nú sleppi ég gæsalöppum utan um það sem þú ættir að skrifa): Kryppa vísar á mig. Höfundurinn segir um sjálfan sig að "[hann sé] örlítið þroskaskertur en það [komi] ekki að sök". Og þar með væri færslan þín fullkomin.

Matti - 09/02/10 20:29 #

Ah, ég misskyldi þig augljóselga :-) Hélt þú værir að skamma mig fyrir að vitna í þessi orð hans. Er svo vanur að vera skammaður :-P