Örvitinn

Drepleiðinlegur sjónvarpsþáttur

Það hefur verið hægt að stóla á að Ríkissjónvarpið sýni góða breska sakamálaþætti eftir seinni fréttir á þriðjudagskvöldum. Þættirnir um Njósnadeildina eru t.d. sýndir á þeim tíma.

Þættirnir Síðasti óvinurinn sem sýndir eru þessa dagana eru aftur á móti alveg drepleiðinlegir. Ég horfði á fyrsta þátt og kláraði með semingi, slökkti í miðjum öðrum þætti í gærkvöldi. Þetta er bara of vont, illa leikið og plottið fyrirsjáanlegt. A.m.k. kom það mér lítið á óvart þegar í ljós kom að bróðirinn var ekki dauður. Tölvurnar eru allar talandi og í stað þess að ráða leikara frá mið-austurlöndum skelltu þeir bara stórum sólgleraugum á hvítan náunga sem hafði safnað skeggi. Versta lína þáttarins var svo þegar pakistaninn sagði þeldökkum breta að einhvern hefði séð vesturlandabúa "eins og hann". Sá var hvítur. Ég held að meira að segja í Pakistan geri menn greinarmun á afar dökkum svertingja og bleikum landa hans.

Verst að þetta er fimm þátta sería þannig að það er bið í að eitthvað almennilegt komi í staðinn.

Athugasemdir

Helgi Briem - 10/02/10 08:43 #

Ég er eiginlega feginn að heyra að þetta séu lélegir þættir því ég missti af þeim fyrsta (og var smá svekktur). Var svona að spá í að horfa á þátt 2 og reyna að setja mig inn í söguþráðinn en ákvað að sleppa því, breskir þættir eru oft svo flóknir.

Heppinn!

BFI - 10/02/10 09:02 #

Ótrúlega sammála. Náði ekki einu sinni að klára fyrsta þáttinn því mér fannst þetta of pínlegt.

Þegar þriðjudagsþátturinn er farinn þá er þetta bara búið...

eir - 10/02/10 11:02 #

Þetta er frábær þáttur - þið eruð vanþakklátir.

Tinna G. Gígja - 10/02/10 14:15 #

Mikið er ég sammála þér. Ég hafði þetta í bakgrunninum í gær, fylgdist með með öðru auganu.

Leiðinlegt að þetta skuli vera svona lélegt og óspennandi, því hugmyndin, þ.e. þessi um öryggisgagnagrunninn, er ágæt og aðal karakterinn er dálítið skemmtileg vísindaeinhverfutýpa, hálfgerður Sheldon...eins og þeir sögðu í þættinum "he doesn't care, so he comes off as honest".

Gurrí - 10/02/10 16:38 #

Hjartanlega sammála. Var búin að gleyma hvað fyrsti þátturinn var glataður, kom mér vel fyrir við tækið í gærkvöldi og mundi ... Ég reyndi að gefa honum séns en gafst upp. Sammála Tinnu, hugmyndin er ágæt en illa unnin að öllu leyti. Maður bara vonar það besta eftir þrjár vikur.