Örvitinn

Maður velur sér ekki ættingja

Þetta skrifar frændi minn á Facebook síðuna sína.

Í stormi lífsins stendur maðurinn nakin ef trúlaus er ! og án Vonar er bata tóm og myrkur

Ég bað hann pent að hoppa upp í rassgatið á sér.

dylgjublogg
Athugasemdir

Davíð - 12/02/10 17:06 #

Afhverjju? Hans skoðun, allt i lagi að virða hana og hann, annars ertu ekki umburðalyndur, og í raun fáranlegt að óska þess að fólk megi ekki lýsa yfir sínum skoðunum, ekki viltu búa í þjóðfélagi þar sem að það má ekki?

Matti - 12/02/10 17:09 #

Hvernig yrði þín athugasemd ef ég skrifaði á þessa síðu:

"Trúmenn eru hálfvitar?"

Nei, ég hef ekki skrifað það.

Halldór E. - 12/02/10 17:31 #

Merkilegt, ég skanna vefsíðuna reglulega þegar þú heldur því fram að þú kallir ekki trúmenn almennt hálfvita eða fífl. Og ég verð alltaf fyrir vonbrigðum.

Því þú virðist hafa rétt fyrir þér. Vissulega notar þú þessi orð yfir einstaklinga sem þú telur að hafi gert eitthvað á þinn hlut, en aldrei um trúfólk almennt. Rosalega ertu eitthvað PC.

Birgir Baldursson - 12/02/10 18:01 #

Við sleppum ekki að kalla trúmenn almennt hálfvita til að reyna að vera PC, heldur vegna þess að sú skoðun er víðsfjarri okkur. Þetta er einfaldlega ekki álit trúleysingja á trúmönnum almennt.

Í alvöru.

Matti - 12/02/10 19:08 #

Akkúrat.

Davíð - 12/02/10 21:26 #

Ég hélt því nú aldrei fram að þú kallaðir trúmenn hálfvita.... Málið snýst um að maður á að bera virðingu fyrir öðrum, er það ekki? Ég hélt að það væri það rétta.... Getur í raun hugsað um það sem umburðalyndi gagnvart þeim sem eru svo vitlausir að trúa.

Kalli - 12/02/10 21:52 #

Á maður líka að bera virðingu fyrir hvaða skoðunum sem er? Sama hve virðingalausar þær eru?

Matti - 12/02/10 21:55 #

Ég sé ekki "virðinguna" í því að tala um að trúleysingjar standi naktir í stormi lífsins.

Mér þykir krafan um að trúleysingjar taki því þegjandi þegar aðrir drulla yfir þá afskaplega merkileg.

Þú þekkir náttúruleg ekki forsögu þessa máls og ég ætla ekkert að fara út í hana hér. Tel einfaldlega að ég hafi rétt til að bregðast við þegar svona er skrifað um trúleysi, hvort sem það er frændi minn eða biskup sem blaðrar.

Mummi - 12/02/10 23:01 #

Ég þarf náttúrulega ekki að taka upp hanskann fyrir Matta, en ég efast samt um að viðbrögð hans hefðu orðið þau hin sömu hefði frændinn skrifað eitthvað í líkingu við

Ég treysti mér ekki til að takast á við storm lífsins án trúarinnar. Ég myndi missa vonina og óttast tóm og myrkur.

En, hvað veit ég. Kannski hefði Matti samt sagt honum að taka einn lítinn lautartúr í kartöflugarðinn.

Matti - 12/02/10 23:08 #

Eins og ég sagði í lokaathugasemd hjá þessum frænda mínum áður en ég fjarlægi hann af Facebook vinalista:

Trú [XX] frænda míns kemur mér ekkert við, blaður hans um trúleysi kemur mér við.

Einar Jón - 13/02/10 04:51 #

Ég held að þessir trúmenn ættu að hafa aðeins meiri trú á lífi fyrir dauðann...

Davíð - 13/02/10 09:32 #

Ég hélt að það væri merki þess að fullorðnast að bera virðingu fyrir skoðunum annara, hvort sem þær eru réttar eða ekki.

Þetta viðhorf ykkar er einstreingislegt, og þið getið ekki viðurkennt það. Mér sýnist á þessu að þið séuð með það viðhorf að þeir sem að sýna fram á skoðanir sem eru ekki "réttar" að ykkar máta eigi helst að þegja.

Auðvitað hefði frændi þinn átt að orða þetta öðru vísi, því að hann virðist vera að skjóta á þig, vandamáið er hinsvegar hans, ekki þitt, nema að þú gerir það þitt, eins og þú náðir að gera á flottan hátt.

Matti - 13/02/10 09:37 #

Ég hélt að það væri merki þess að fullorðnast að bera virðingu fyrir skoðunum annara, hvort sem þær eru réttar eða ekki.

Uh, nei. Það er engin ástæða til að bera virðingu fyrir skoðunum (nánar), sérstaklega ekki ef þær eru rangar!

Þetta viðhorf ykkar er einstreingislegt, og þið getið ekki viðurkennt það.

Þú ert einfaldlega ekki að hlusta.

vandamáið er hinsvegar hans, ekki þitt, nema að þú gerir það þitt, eins og þú náðir að gera á flottan hátt.

Þetta er bull :-)

Freyr - 15/02/10 10:53 #

Ég kommentaði einmitt á þetta hjá honum á facebook og benti honum á að þetta væri vond alhæfing (það er hægt að skipta út orðinu trúleysi fyrir hvað sem er til að sjá betur hversu slæm þessi setning er). Næsta dag póstaði hann þetta:

Góðan daginn kæru Vinir !( Langar kanski að segja að það sem ég skryfa hér er úr mínum heila og reynsluheimi og mínar skoðanir eru mínar skoðanir ég viðra ekki skoðanir annara hér HELDUR MÍNAR og MÍNA REYNSLU) Í stormi lífsins stendur maðurinn nakin ef trúlaus er ! og án Vonar er bara tóm og myrkur!

Það er frekar pirrandi að geta ekki rætt við fólk sem sér ekki að sér og ákveða að svara svona barnalega.

Matti - 15/02/10 10:56 #

Hann var einmitt búinn að segja eitthvað svipað í athugasemd við status hjá mér.