Örvitinn

Afskriftir og skrúðkrimmar

Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að sökin á afskriftum á fyrirtæki stóreignamanna liggur ekki hjá þeim sem í dag neyðast til að afskrifa heldur þeim sem lánuðu án veða í góðærinu?

Það er einfaldlega ekki hægt að ganga á eftir skrúðkrimmunum í mörgum tilvikum þar sem þeir eru ekki í persónulegum ábyrgðum heldur skúffufyrirtæki og veðin voru í pappírum sem nú eru verðlausir. Þegar bankarnir hrundu hurfu hundruðir milljarða. Tapað fé er tapað fé.

pólitík
Athugasemdir

Einar Jón - 13/02/10 11:09 #

Ég skil vel að það er lítið hægt að gera í gömlu lánunum, en þarf virkilega að halda áfram að hlaða undir rassgatið á þeim skuldseigustu?

Segjum að þú eigir vídeóleigu, og fyrirtæki í eigu eins kúnnans fær lánaðar 2000 spólur sem það svo skemmir og týnir áður en það fer á hausinn, svo ekkert fæst upp í kröfur. Sami kúnni kemur svo seinna og vill opna nýjan reikning fyrir hönd nýs fyrirtækis. Væri ekki sniðugt að banna einstaklinginn fyrir lífstíð í stað þess að lána honum 100 spólur í viðbót?

Erla - 13/02/10 11:13 #

Ertu að bera blak af bankastjórum?

Matti - 13/02/10 12:30 #

Þessi stutta og einfalda bloggfærsla fjallar um afmarkað efni - ekki eitthvað annað!

Er ég að bera blak af bankastjórum? Vissulega finnst mér umræðan um Finn frekar ósanngjörn og óvægin þessa dagana. Aftur á móti er ég ekkert að verja hann sérstaklega. Ég er frekar að bera blak af bönkunum og starfsfólki þeirra.

Halli - 13/02/10 13:00 #

Tek undir með Einari, fólk er furðu lostið en ekki af þeirri ástæðu einni að afskriftir hafa farið fram.

Matti - 13/02/10 13:54 #

Það er ævintýralega ruglað að afskrifa 80 milljarða af skuld fyrirtækja Ólafs Ólafssonar og 30 milljarða af skuld fyrirtækja Bónusfeðga. Aðeins veruleikafirrtur og siðblindur bankastjóri mundi láta sér detta það í hug

Skrifar einn.

Aðrir kvarta undan því að milljarðaskuldir skrúðkrimma séu afskrifaðar en ekki skuldir almennings.

Arnold Björnsson - 13/02/10 15:09 #

Það er skiljanlegt að fólk sé reitt. En það er alveg rétt að peningarnir eru horfnir. Hundruð milljarða hjá Íslenskum aðilum. Einhver staðar minnir mig að hafa lesið að við hrunið hafi 40% fjármuna heimsins gufað upp. Eign sem var metin á 100 milljarða er kannski 60 milljarðar í dag. Þessir 40 eru því gufaðir upp. Maður sér oft í umræðunni fólk ekki skilja þetta. Svona virkar þetta kerfi bara.Þetta er bara eðli hlutabréfa. Eign á markaði getur orðið gríðarlega verðmæt en svo næstum verðlaus á einni nóttu.

En það er sárt fyrir fólk sem er að missa allt sitt sjá menn eins og Ólaf Ólafsson og Baugsarana koma bara í fínum málum út úr þessu. Ekki í neinum persónulegum ábyrgðum og hafa því lítil óþægindi af þessu hruni sem þeir eiga svo fjandi stóran þátt í að framkalla.

Matti - 13/02/10 15:27 #

Skiljanlega er fólk reitt útaf því, mér finnst það persónulega alveg óþolandi. Hef t.d. ekki mikinn áhuga á að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum Baugsfeðga, litlir hluthafar hafa ekki alltaf komið vel út úr viðskiptum með þeim í gegnum tíðina.

Verðmóti sem bundin voru í hlutabréfum í gömlum bönkunum er horfin, það er ekkert eftir af þeim. Í krosseignatengslaruglinu held ég að bankahlutabréf hafi verið ansi stór hluti .

Arnold Björnsson - 13/02/10 15:56 #

Þetta eru ótrúlegir tímar sem þjóðin er að ganga í gegn um. Svakalegar tilfinningar í spilinu. Það er því eðlilegt að umræðna fari út um víðan völl. Réttlætsikennd fólk er misboðið. Það er mjög erfitt að hafa yfirsýn yfir stöðuna. Samsæriskenningar blómstra. Og þeir sem hafa hag af því að afvegaleiða umræðuna gera það reglulega. Traustið er farið út í hafsauga. Fólk sér glæpamenn út um allt. Þetta er ekki góður jarðvegur fyrir yfirvegaða og málefnalega umræðu.

Arnold Björnsson - 13/02/10 16:00 #

Það er ekki nema lítið brot af verðmætum heimsins í formi peningaseðla. Stór hluti fjármagnsins og kannski stærsti eru vonir, væntingar og bjartsýni :) Sérstaklega í bóluástandi eins og var síðustu árin fyrir hrun.

hildigunnur - 13/02/10 22:22 #

jamm, ansi hreint stór partur af þessum peningum sem um ræðir var aldrei til nema sem tölur á blaði til að byrja með - það voru engin raunveruleg verðmæti þar að baki.

Arnold Björnsson - 13/02/10 23:00 #

"raunveruleg verðmæti" eru mjög afstæður hlutur. Frjáls markaður er oftast notaður til að ákvarða þau. Raunveruleg verðmæti geta aldrei verið föst stærð. Tökum sem dæmi hús. Árið 2000 var það talið 20 milljón króna virði. Árið 2005 var það orðið 40 milljón króna virði. Núna er það kannski 30 milljón króna virði. En þetta er alltaf sama húsið :)