Örvitinn

Latabæjarprufa

Kolla fór í áheyrnarprufu Latabæjar á Hilton Nordica Hótelinu við Suðurlandsbraut í dag.

Við mættum rétt fyrir ellefu í morgun og hún fékk númerið 234. Eftir myndatöku heyrðum við að það færu um hundrað börn í prufu á klukkustund þannig að við kíktum í Kringluna og fengum okkur að borða með Gyðu. Fórum svo heim og slökuðum á.

Þegar við mættum aftur á Nordica rúmum eftir rúmlega tveggja tima pásu voru krakkar með númer 120-140 í röðunum að áheyrnarherbergjum. Við skelltum okkur því aftur heim. Klukkan hálf þrjú mættum við í þriðja skipti og þá gekk Kolla beint í röðina, tíu mínútum síðar var hún búin og gekk bara ágætlega.

Mér sýnist tæplega fimmhundruð hafa mætt í prufuna, minnir að ég hafi séð fjögurhundruð og eitthvað á miðunum á borðinu þegar við fórum. Þau verða því væntanlega að fram á kvöld.

fjölskyldan