Örvitinn

Sjávarkjallarinn

Fjölskyldunni var boðið á Sjávarkjallarann á laugardagskvöld í tilefni afmælis Guðrúnar.

Höfum aldrei farið þangað áður og vorum því spennt að prófa. Þetta er ansi flottur staður í endurnýjuðum kjallara við Aðalstræti.

Pöntuðum exotic menu fyrir allt borðið, eldhúsið velur þá fyrir borðið. Skemst frá því að segja að maturinn var magnaður. Fjölbreyttir réttir streymdu á borðið, saltfiskur, túnfiskur, sushi, hreindýracarpaccico, lamb, humar og ég veit ekki hvað. Allir réttirnir voru afskaplega góðir. Stelpurnar borðuðu vel og smökkuðu allt - fyrir utan Ingu Maríu sem er ekkert fyrir sushi.

Það eina sem klikkaði allt kvöldið er að dálitla stund var ekkert vatn á borðinu og ég þurfti að biðja þjón um aðra flösku. Ekki stórvægilegt því annars var þjónustan mjög góð.

veitingahús
Athugasemdir

hildigunnur - 15/02/10 23:42 #

er enn allt vaðandi í ferskum kóríander á exotic menu hjá þeim?

Matti - 16/02/10 10:11 #

Nei, ég varð ekki var við kóríander og man ekki eftir því í upptalningu.

Ég er reyndar afskaplega hrifinn af kóríander :)

Jóhannes Proppé - 16/02/10 18:52 #

Þetta er nú oftast uppnefnt kóríanderkjallarinn í bransanum.

Matti - 17/02/10 09:45 #

Já, ég held það hljóti að vera orðum ofaukið því mér þótti kóríander ekki áberandi.

hildigunnur - 19/02/10 07:55 #

Jóhannes, haha þetta hafði ég ekki heyrt - en kannski hafa þeir breytt til ég veit þetta var svona fyrst.

Ég finn bara sápubragð af ferskum kóríander og get ómögulega borðað hann. Kóríanderkrydd er hins vegar allt í fína, enda allt annað bragð auðvitað. Þetta er genetískt, kóríander er skyldur lífrænu arseni (þó ekki eitraður...) og sumir finna arsenikbragð af því en aðrir ekki. Í kórnum mínum (rúmlega 20 manns) erum við þrjú sem finnum þetta - kokkurinn á Sumartónleikunum í Skálholti er hættulegur með að nota þetta jukk en hún er farin að muna að segja okkur hvar það felur sig :D

Matti - 19/02/10 13:24 #

Það er nú algjör bömmer að geta ekki borðað kóríander :-)