Örvitinn

Heita vatnið

Þegar við viljum fá heitt vatn úr krananum hér í Bakkaseli þurfum við iðulega að láta vatnið renna á fullum krafti eina eða tvær mínútur þar til kalt vatn hættir að streyma og heitt kemur í staðin.

Ég velti því fyrir mér hvort tillit sé tekið til þess þegar heitavatnsnoktun er mæld. Sennilega er þetta óskaplega lítið hlutfall af notkun okkar á heitu vatni og ekki tekur því að gera ráð fyrir því.

Ýmislegt
Athugasemdir

Valdís - 20/02/10 23:22 #

Þetta vatn var náttúrulega heitt þegar það kom inn í húsið til ykkar. Það kólnar hins vegar í leiðslunum. Hitaveitan ber varla ábyrgð á því hversu vel pípur eru einangraðar í húsinu þínu, er það nokkuð?

hildigunnur - 21/02/10 01:43 #

Nei þetta munar afskaplega litlu í heildarnotkun heits vatns - pabbi reiknaði einu sinni út hvað margar krónur kostaði að fylla baðkar með heitu vatni og þær voru ekki margar. Ofnarnir eru langlangstærsti heitavatnspósturinn í reykvískum reikningum.

Björn Ómarsson - 22/02/10 13:08 #

Spurning hvort einhver hitastýrð blöndunartæki séu farin að hleypa í gegnum sig í húsinu. Tékkaðu á blöndunartækjunum þínum; ef þau eru köld þó þau hafi ekki verið notuð er líklega einstefnuloki bilaður og þau að hleypa köldu vatni inn á heitu lagnirnar. Ef þín eru í lagi, talaðu við nágrannana í húsinu.

Það er auðvelt að laga þetta, bara fara með blöndunartækin til söluaðilans og láta þá redda þessu.

Matti - 22/02/10 17:16 #

Það kæmi mér ekki á óvart ef blöndunartækin eru biluð enda flest orðin ansi léleg.

Ingi Björn - 22/02/10 20:53 #

Án þess að ég sé einhver sérfræðinur þá er yfirleitt meiri þrýstingur á heita vatninu en því kalda. Þannig að þegar blöndurnartæki bila og hleypa í gengum sig hitnar kalda vatnið en ekki öfugt.

og svo fróðleiksmoli um 109 frá 1991: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=67142

Björn Ómarsson - 22/02/10 21:06 #

Án þess að ég sé einhver sérfræðinur þá er yfirleitt meiri þrýstingur á heita vatninu en því kalda.

Ég er enginn sérfræðingur heildur, en ég hef lent í því að blöndunartækin mín biluðu og þá var það kalda vatnið sem rann í það heita. Hugsanlega getur runnið í báðar áttir...

Már - 23/02/10 00:48 #

"I'm not a plumber but I play one on the Internet"

Hitastýrðu blöndunartækin á baðinu hjá mér "biluðu" fyrir 1-2 árum síðan með þeim afleiðingum að flæddi úr heita rörinu inn í það kalda.

Hjálplegir búðarmenn útskýrðu fyrir mér að blöndunartækin væru ónýt og ég þyrfti að kaupa mér ný. Svo benti mér einhver á að mögulega væri bara einhver pínulítill gormafilter inn í tækinu bilaður - og viti menn rörtöng og 500kr varahlutur leystu vandann.

Passaðu bara að ana ekki út í óþarfar og rándýrar endurnýjanir.

Matti - 23/02/10 09:17 #

Hitaveitan ber varla ábyrgð á því hversu vel pípur eru einangraðar í húsinu þínu, er það nokkuð?

  • Það tekur yfirleitt frekar langan tíma að fá heitt vatn. Það má þá vera ansi mikið af vatni í lögnunum.
  • Ég var ekki beinlínis að kvabba mikið í þessari færslu :-)