Örvitinn

Hvaða máli skiptir HHG?

Tekur einhver mark á orði sem hann segir? Vitum við ekki að hann er fáráður skiptir engu máli?

Af hverju þessar fréttir um að hann hafi gert hitt og þetta, þ.m.t. farið að skæla þegar Davíð vildi ekki tala við hann.

Ég finn til með honum. Það hlýtur að vera afskaplega erfitt að vera búinn að spila sig algjörlega úr leik í allri umræðu ekki eldri en hann er. Tæknilega séð er tilvera hans gjörsamlega tilgangslaus. Allt hans líf hefur hann unnið að því að vera fræðimaður og álitsgjafi, að geta tjáð sig um hitt og þetta þannig að fólk hlustaði. Hann vill hafa áhrif bak við tjöldin.

Nú hlær fólk bara. Þeir einu sem hlusta á Hannes eru í sömu stöðu og hann.

dylgjublogg