Örvitinn

Skondnir trúvarnarmenn

Þegar Vantrú hóf umfjöllun um glærur úr námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar mættu nokkrir trúmenn og gagnrýndu Vantrú harðlega þó ekkert hefði komið fram af því sem við gagnrýnum, við fórum einfaldlega rólega af stað. Trúvarnarmenn töluðu um minnimáttarkennd vegna þess að við höfum ekki húmor fyrir sjálfum okkur eða eitthvað álíka.

Þegar á leið og dæmin sem við drógum fram um rangtúlkun á orðum félagsmanna í Vantrú urðu verri þögnuðu þessir trúvarnarmenn. Carlos tjáir sig reyndar ennþá en telur sig ekkert geta sagt, jafnvel þó dæmin séu orðin afskaplega skýr.

Mér finnst það stórkostlega fyndið. Hvar ertu Hlöðver Ingi? Hvar ertu Bryndís? Ég sakna ykkar?

Klukkan eitt í dag verður flett ofan af mér. Í ljós hefur komið að ég er bölvaður durgur á þessari bloggsíðu minni. Svo mikill durgur að glæra er tileinkuð mér og orðbragði mínu í guðfræðideildinni :-)

kristni
Athugasemdir

Matti - 01/03/10 09:10 #

Nú eru allar athugasemdir eru horfnar af síðunni hans. Hlýtur að vera bilun í kerfinu, annað væri bilun.

Matti - 02/03/10 09:25 #

Enn vantar allar athugasemdir á síðuna hans Hlöðvers Inga. Annað hvort er allt bilað ennþá eða hann hefur fjarlægt allar athugasemdir.

Tal hans um umræðuhefð Vantrúar er dálítið skondið í því ljósi.

Við í Vantrú þorum að ræða málin og stöndum við skoðanir okkar.