Örvitinn

Fótboltafótbrotafóbía

Ég veit ekki hvenær það gerðist, eflaust er dálítið langt síðan, en ég get ekki lengur horft á myndir eða myndbönd af því þegar menn brjóta á sér lappirnar í fótbolta.

Var að lesa umræður um fótbrot dagsins, sá mynd af atvikinu rétt fyrir brot en ætla mér ekki að sjá atvikið sjálft.

Þetta einskorðast svosem ekki við fótbolta eða íþróttir.

boltinn
Athugasemdir

hildigunnur - 28/02/10 17:24 #

núh, annar smekkur en hjá íþróttadeild ruv - fyndnu syrpurnar hans Ingólfs Hannessonar voru yfirleitt alltaf fullar af fólki að meiða sig og svei mér ef Adolf Ingi er mikið skárri, sá hann fara að skellihlæja að stelpugreyi sem datt í brautinni rétt eftir að hún fór af stað í bruninu. Ljóti "húmorinn" það!

Jón Magnús - 28/02/10 19:09 #

Er hægt að tala um fóbíu í þessu tilfelli? Væri maður ekki talinn hálf-skrítinn að sækjast í það að sjá fótboltamenn fótbrotna illa.