Örvitinn

Má ljúga um trúleysingja?

Næstum undantekningarlaust þegar ég eða aðrir í Vantrú reynum að leiðrétta rangfærslur um okkur eru viðbrögðin á sama veg. Við erum öfgamenn sem eigum ekki að kvarta, erum þá bara að spila okkur sem fórnarlömb.

Það virðist einfaldlega vera í lagi að ljúga og dylgja um mig. Það er eðlilegt að kennari við Háskóla Íslands snúi úr orðum mínum í fyrirlestri. Ég á að taka því þegjandi og hætta að leggja manninn í "einelti" þó hann hafi dreift rógburði um mig í mörg ár. Ég má ekki andmæla.

Hvernig stendur á því að opinber starfsmaður getur haldið því fram um hóp fólks að þau séu níðingar sem ekkert leggi fram til samfélagsins? Af hverju er hann ennþá starfandi og á himinháum launum hjá ríkinu? Af hverju varð það ekki einu sinni fjölmiðlamál? Hvað veldur því að hann hefur ekki þurft að biðjast afsökunar?

Jú, vegna þess að hópurinn sem um ræddi voru trúleysingjar og maðurinn er prestur. Ef hann hefði verið að tala um múslima, konur eða svertingja hefði hann misst æruna.

Ég er ansi viss um að Siðanefnd Háskóla Íslands mun úrskurða að ekkert hafi verið athugavert við umfjöllun kennarans.

efahyggja
Athugasemdir

Björn I - 01/03/10 10:25 #

Ert þú ekki bara "negri nútímans"?

Matti - 01/03/10 10:41 #

Ég vil helst ekki spila mig sem fórnarlamb með slíkum samanburði - en eins og Halldór benti á í athugasemd - þá hafa minnihlutahópar fengið þessa meðferð gegnum tíðina.

Óli Gneisti - 01/03/10 12:06 #

Það má ekki segja sannleikann um trúmenn af því að þeir eru í raun svo góðir. Það má ljúga um trúleysingja af því að þeir eru hvorteðer svo vondir.

Nafnlaus gunga - 02/03/10 04:03 #

Hugmynd: 1) Búið til bloggara (t.d. joitoffari.blog.is) sem birtir níðgreinarnar um ykkur, en breytið "túleysingi" í konur, svertingja og múslima. 2) Athugið hvað það tekur langan tíma að gera allt vitlaust og láta banna hann. 3) Skrifið umfjöllun um þessa samfélagstilraun á vantrú. 4) ??? 5) Profit!