Örvitinn

Heimskuleg afskriftaumræða

Mikið óskaplega er umræðan um afskriftir ógeðslega heimskuleg. Eins og ég benti á um daginn er tapað fé einfaldlega tapað. Það breytir engu þó það sé ósanngjarnt. Fjármálastofnanir verða að afskrifa ef engar eignir, ábyrgðir eða veð eru fyrir skuldinni. Það skiptir ekki nokkru máli þó gasprarar gaspri og tuðarar tuði, þannig er þetta bara. Það er ekki hægt að ganga að öðrum eigum þessara manna.

Já, þetta er ógeðslega ósanngjarnt og skítt.

Það breytir ekki raunveruleikanum.

pólitík
Athugasemdir

ASE - 01/03/10 11:01 #

Þetta er náttúrulega hárrétt hjá þér. En það sem held að fólki blöskri mest er að meðan gengið að persónulegum eignum Jóns og Gunnu (heimili og bílum) þá er ekki gengið að persónulegum eignum þessara manna sem þó mun meiri (mörg heimili, margir bílar, mörg sumarhús, o.s.frv). Af því lánin voru náttúrulega tekin á öðrum kennitölum með veðum í sjálfum sér - eitthvað sem Jóni og Gunnu stóð aldrei til boða.

Eðlilega þar sem náttúrulega þvílík glapræðislánastefna að með ólíkindum. Hvað hinir hálaunuðu bankasnillingar okkar voru yfirleitt að hugsa er mjög áleitin spurning þessa dagana :-o

Einar Jón - 02/03/10 03:56 #

Þessir hálaunuðu bankasnillingar okkar voru auðvitað að hugsa um sig og sína. Helmingurinn af þessum mönnum sem eru að fá afskriftir eru bankamenn, og hinn helmingurinn vinir þeirra.

Eins og ég sagði áður skil ég vel að það megi ekki ganga að eigum þessara manna (þeir mega eiga það að þeir höfðu góð "Cover-Your-Ass plön"), en mér finnst ansi skítt að þeir geti byrjað strax aftur á nýju kennitöluflakki.

Af hverju ekki 1 árs bann (ofur-vanskilaská) frá bankastofnunum fyrir hverjar X milljónir afskrifaðar? Sá sem fær afskrifaðar 500 milljónir myndi ekki fá ekki svo mikið sem yfirdráttarheimid næstu 10 eða 50 árin. Er það ekki nokkuð sanngjarnt?

Þórir Hrafn - 02/03/10 11:46 #

Jónas Kristjánsson ákvað að tjá sig um þessa bloggfærslu þína:

Tengillinn á hana er hér:

http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=13181

Færslan í heild sinni er svona (ef hann skyldi nú henda henni út)

"Málgagn Ásmundar í blogginu Ásmundur Stefánsson bankastjóri hefur málgagnið Matthías Ásgeirsson. Fyrir hálfu öðru ári fagnaði það björgun aðila að peningamarkaðssjóðum á kostnað skattgreiðenda. Nú kvartar það yfir afskriftaumræðu "gasprara og tuðara" í blogginu. "Fjármálastofnanir verða að afskrifa ef engar eignir, ábyrgðir eða veð eru fyrir skuldinni", sagði málgagnið í gær. Við gasprarar og tuðarar viljum reyna til þrautar að kanna alla gerninga fyrir og eftir hrun. Einkum þá, sem leiddu til færslu gróða í eitt félag og taps í annað. Öfugt við Ásmund/Matthías teljum við glæp að afskrifa án þess að velta við steinum."

kv. ÞHG

Þórir Hrafn - 02/03/10 11:47 #

"Málgagn Ásmundar í blogginu"

er fyrirsögnin, þetta hefur eitthvað blandast hjá mér við bloggfærsluna sjálfa.

kv. ÞHG

Matti - 02/03/10 12:20 #

Hvað get ég sagt?

einar guðjónsson - 02/03/10 12:32 #

Þú getur byrjað á að segja okkur hvort þetta sé rétt ?

Matti - 02/03/10 17:36 #

Já, ég er hættur að berja konuna mína. Nei, ég barði aldrei konuna mína.

Fjandakornið, svona spurningar eru erfiðar.