Örvitinn

Naglarnir

Skellti nagladekkjunum undir í morgun, byrjaði daginn hjá Max1 þar sem málinu var reddað á augabragði. Það má því gera ráð fyrir að snjór og klaki muni ekki sjást á götum borgarinnar fyrr en næsta vetur. Ég þurfti að moka snjó til að komast inn í bílskúr.

Setti naglana undir þar sem ég þarf að keyra á Laugarvatn í dag. Blaðra þar við nemendur í einum kúrs um Vantrú. Spurning um að ég noti bara glærurnar hans Bjarna, ekki ónýtt þegar kennari við Háskóla Íslands hefur unnið vinnuna fyrir mann.

dagbók
Athugasemdir

Guðmundur B - 02/03/10 10:55 #

Vantrúboð í menntaskóla? Er það ok?

Birgir Baldursson - 02/03/10 11:34 #

Kallaðu það kynningu. Kristindómurinn fær sína kynningu á stundartöflum grunnskólabarna. Þú getur byrjað að kvarta þegar þú sérð okkur á stundartöflu barnsins þíns.

E - 02/03/10 12:38 #

ATH..Loksins orðinn frægur...http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=13181 :)

Matti - 02/03/10 17:35 #

Engin vantrú var boðuð.