Örvitinn

Lögregluaðgerð á Skúlagötu

Ég þurfti að leggja lykkju á leið mína í vinnu eftir að hafa skutlað unglingnum í MR í morgun. Ætlaði að aka Skúlagötu frá lögreglustöðinni að Höfðatúni en götunni var lokað við sitthvorn endann og hópur lögreglumann á svæðinu.

skulagata.png

Nú bíð ég spenntur eftir fréttum af þessari aðgerð. Ætli þeir hafi fundið strokufangann? Var þetta enn eitt kannabisgrenið?

dagbók
Athugasemdir

Arnar - 04/03/10 10:18 #

Oh, ég átti von á einhverri samsæriskenningu um Frímúrarana.

Gurrí - 04/03/10 10:35 #

Ég veðja líka á frímúrarana.

Matti - 04/03/10 10:39 #

Auðvitað eru þetta Frímúrarar. Væntanlega var verið að gera húsleit hjá þeim, í ljós hefur nefnilega komið að þeir bera ábyrgð á hruninu og öllu sem því tengist.

Davíð - 04/03/10 11:21 #

Þeir fréttu af manni sem var að boða trúleysi sem átti víst að keyra þarna um, ætluðu að nappa hann og koma til Gunnars í Kópavoginn.

Davíð - 04/03/10 11:22 #

Átti auðvitað að vera að Geir Jón hafi frétt af manni sem var að boða trúleysi...

Matti - 04/03/10 15:06 #

Já, þetta var þá ekki merkilegra en það. Ég sem þurfti að taka á mig krók og allt :-)

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 04/03/10 19:15 #

Kannski auðséð, en samt ekki fengin af þessum vef. ;-)

Matti - 05/03/10 08:58 #

DV fer seint að vísa í þennan vef sem heimild nema til að þagga niður í mér, gæta þess að ég tjái mig ekki um sum mál.

Eggert - 05/03/10 11:47 #

Akkúrat. Á maður að trúa því að massíf lögregluaðgerð við anddyri Frímúrarareglunnar sé bara "undirbúningur fyrir æfingu í umferðareftirliti"?

Getur verið að ein af geimverunum, sem Frímúrararnir pynta reglulega til þess að sjá fram í tímann hafi sloppið? Maður bara spyr.

Matti - 05/03/10 12:51 #

Það eina sem skemmir þessa annars pottþéttu kenningu er að húsnæði Frímúrara er ekki innan þess svæðis sem lögreglan lokaði. Reyndar, þegar ég spái í þessu, þá var það pottþétt hluti af plottinu.

Eggert - 05/03/10 12:53 #

Þú ert greinilega fastur í fjötrum þrívíðrar hugsunar.