Spergilkálspasta
Eldaði pasta með brokkólí í kvöldmatinn. Notaði helst til of mikinn þurrkaðan chili pipar. Þetta var afskaplega gott og stelpurnar borðuðu vel þrátt fyrir yfirlýsingar fyrir mat um að þeim þætti spergilkál vont.
Fann uppskriftina svo í Silfurskeiðinni, þar var notaður ferskur chili. Prófa það næst.