Örvitinn

Ljósmyndaveggur

Mér þykja veggskreytingarnar á Tandoori dálítið skemmtilegar. Slatti af ljósmyndum frá Indlandi (geri ég ráð fyrir) í ýmsum stærðum raðað á vegg í frekar óreglulegu mynstri en mynda samt heild. Á einum vegg eru myndir prentaðar á striga, á hinum prentaðar á glans og límdar á álplötu.

Mig langar að gera eitthvað svipað á vegginn á ganginum á neðstu hæð í Bakkaseli. Á nóg af myndum til að prenta út og held þetta gæti verið dálítið skemmtilegt. Kostar reyndar slatta því maður þarf 10-20 myndir til að þetta komi skemmtilega út.

myndir
Athugasemdir

Einar Jón - 09/03/10 06:14 #

Þetta er greinilega Indland. Taj Mahal sést þarna, Cafe Leopold er í Mumbai og svo er restin bland í poka. Eitthvað af "backwaters" í Kerala, musteri frá Karnataka og slatti af fólki.

Kristín í París - 09/03/10 07:08 #

Á heimilum eru iðulega myndaveggir oftast þaktir fjölskyldumyndum. Þeir verða til smátt og smátt og kosta því ekki allan peninginn í einu.

Matti - 09/03/10 10:53 #

Já, ég var að hugsa um að hafa allar myndirnar annað hvort á striga eða á glans. Ekki dæmigerðan fjölskyldumyndavegg með myndum í ramma.

Að sjálfsögðu get ég byrjað rólega, best að byrja á fjórum eða fimm þokkalega stórum.

Davíð - 09/03/10 10:57 #

Sælir,

Hvar getur maður fengið prentað skemmtilega á striga eða glans? Mælið þið með einhverjum sérstökum??

Kveðja,

Davíð

Matti - 09/03/10 11:00 #

Það fer nokkuð gott orð af Pixlum og ég hef fengið útprentun þar. Hef reyndar aldrei látið prenta á striga.

ath prenta stór og líma á álplötur.

Annars held ég að það séu ótal umræður um þetta á ljósmyndakeppni.is :-)

GH - 09/03/10 14:35 #

Mér finnst skipta miklu máli að raða myndunum ekki bara einhvern veginn, þarna eru t.d. efri og neðri línur látna halda sér. Það gerir það svo miklu skemmtilegra að skoða myndirnar og mér finnst þær njóta sín betur.

Matti - 09/03/10 14:37 #

Jamm, þetta verður að flútta eins og það er kallað á fagmáli :-)