Örvitinn

Utanvegaakstur danans í sjónvarpinu

Ríkissjónvarpið sýndi í gærkvöldi fyrri hluta ferðasögu danans Jan Tandrup um Ísland. Ég horfði vegna þess að ég hélt að Jan væri ljósmyndari og var spenntur að sjá hvernig hann bæri sig að við myndatökur - en í ljós kom að hann var ekkert að taka ljósmyndir heldur kvikmyndir og mér þykir það ekki næstum því jafn spennandi.

Það var dálítið spaugilegt að horfa á þáttinn þar sem Jan klippir dálítið hressilega, eina stundina er hann uppi á miðju hálendi Ísland, þá næstu á leið til Vestmannaeyja.

Það vakti furðu mína að Jan virtist duglegur við að aka utan vega. Einu sinni í þættinum sagði hann að slóðinn hefði horfið fyrir einhverjum hundrað eða tvö hundruð metrum og í nokkrum myndskeiðum sáum við að slóðarnir sem hann ók voru ekki mjög merkilegir, jafnvel bara för eftir aðra bíla. Svo virtist hann eiga erfitt með að halda sig á slóðinni í einu myndskeiði, var með annað dekkið utan vegar.

Þátturinn var a.m.k. ekki mjög æskileg auglýsing fyrir ferðamennsku á Íslandi, vonandi halda danir ekki að á Íslandi sé í lagi að leigja jeppa og keyra hvert sem er.

umhverfið
Athugasemdir

Villi - 10/03/10 09:33 #

Ég sá þennan þátt og hafði gaman af. Það sem mér fannst skemmtilegast var hve einfalt þetta var allt hjá honum. Ég er 57 ára Íslendingur og hef ekkert ferðast inn á hálendið- ég hef alltaf miklað allar slíkar ferðir fyrir mér. Í þættinum var þetta mjög basic og fallegt. Hann eldaði pulsur og baunir.. Mér fannst þátturinn frábær.

Matti - 10/03/10 09:39 #

Já, þátturinn var nokkuð skemmtilegur þó ég hafi búist við öðru og orðið fyrir smá vonbrigðum. Ég ætla þó að vona að fólk undirbúi sig betur þegar það fer einsamalt í svona ferðir, t.d. með því að vera með leiðaráætlun á hreinu (hann villtist) og hafi með sér fjarskiptatæki sem virka uppi á fjöllum.

Jón Magnús - 10/03/10 10:09 #

Þetta er furðulegur þáttur - eins og þú segir með klippingarnar, maður gæti dregið furðulegar ályktanir eins og að það sé háhitasvæði í Vestmannaeyjum eða það væri rosalega erfitt að komast að Geysi.

Gaurinn passar sig á því að sýna bara slæma vegi en ætli hann keyri ekki meirihlutann af ferðinni hérna á Íslandi á malbiki.

Tryggvi - 17/03/10 00:44 #

ef ekki er búið að pósta kæru á manninn nú þegar því ekki skortir sannanir gegn honum er hann búinn að eyðileggja auðnir Íslands